Enn ein auðlindin sem stolið verður frá almenningi

Með yfirvofandi hættu á einkavæðingu orkufyrirtækja eins og Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri er samfélaginu hætta búin með því að græðgisvæða grundvallarskilyrði til lífs sem er loft og vatn.

Við verðum að sporna við því að allar helstu auðlindir landsins verði seldar til einkaaðila eða festar þeim með löglegum þjófnuðum. 


mbl.is Öld bláa gullsins runnin upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Það verður rétt eins og físki kvoti. :(   Ekkert fyrir almening margt fyrir fáa aðila. Um það snyst Green geysir til dæmis.

Andrés.si, 28.7.2007 kl. 23:23

2 Smámynd: namretaw

Vitleysan er þegar byrjuð. Sveitastjórnin í Ölfusi framseldi einkafyrirtæki öll vatnsréttindi í sveitarfélaginu um ókomna framtíð fyrir stuttu. Auk þess seldi hún sama fyrirtæki jörð í eigu sveitarfélagsins á gjafverði til að reisa þar vatnsátöppunarverksmiðju. 100 milljónir var verðið og ekkert út.  Fyrsta greiðsla síðan að 5 árum liðnum, verðtryggt en vaxtalaust. Nú getur fyrirtækið tappað vatni að vild á flöskur til útflutnings og sveitarfélagið fær ekki krónu fyrir vatnið. Allt í þágu uppbyggingar atvinnustarfsemi. Áætlað er að verksmiðjan skapi 40-50 störf í framtíðinni.  Svo getum við reiknað dæmið sjálf hvort þetta borgar sig. Hér er verið að selja auðlindir íbúanna án nokkurs samráðs við þá. Þeir geta að vísu kennt sjálfum sér um því þeir kusu  þessa stjórn yfir sig í síðustu kosningum.

namretaw, 28.7.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Sigurjón

Það er nefnilega það.  Fá íbúarnir ekki neitt af þessum 100 milljónum?   Fóru þær bara í hafsaufga? Eftir 5 ár kemur þetta inn fyrir alla og þú ert bara fífl að láta svona heimskuleg orð falla um þetta.

Sigurjón, 29.7.2007 kl. 02:52

4 Smámynd: namretaw

Sæll Sigurjón

Ég sagði aldrei að íbúarnir fengju ekki krónu af sölunni. Ég sagði að íbúarnir fengju ekki krónu fyrir vatnið um ókomna framtíð nema þá fasteignagjöld og einhver störf. Miðað við sambærilega verksmiðju og um ræðir og það sem eigandi hennar sagði í nýlegu sjónvarpsviðtali má búast við að verksmiðjan verði að mestu leyti sjálfvirk. Hvaða 40-50 störf erum við þá að tala um?  

Hins vegar ef þú selur hlut á 100 milljónir verðtryggt en vaxtalaust og borgar fyrstu greiðslu eftir 5 ár má búast við að sú upphæð rýrni töluvert. Gera má ráð fyrir að þú fáir ekki nema 50- 60 milljónir að raunvirði fyrir eignina að þeim tíma liðnum. Ef þú hefðir hins vegar fengið greitt strax fyrir eignina,  gert ekkert annað við peninginn en setja hann á langtímareikning og leyst síðan út að 5 árum liðnum má búast við því að dæmið snéri öðruvísi við. Miðað við 12% vexti í 5 ár ættirðu ekki minna en 170 milljónir á reikningnum þínum.  Hér munar því 100 milljónum. Það er hins vegar snilld hjá kaupanda að fá þetta í gegn því ef hann settur þessar 100 milljónir strax við undirritun kaupsamnings á langtímareikning má nánast gera ráð fyrir að hann fái landið frítt þegar kemur að greiðslu eftir 5 ár.

Þú ert greinilega ekki mikill bisnismaður Sigurjón.

Fífla Kveðja

namretaw, 29.7.2007 kl. 09:32

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Haukur þetta er rétt hjá þér þarna þurfum við að vera vel á verði/Þetta á að vera Þjóðareign og ekkert annað/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 29.7.2007 kl. 17:38

7 Smámynd: Sigurjón

Waterman:

Ef ég er lítill bisnismaður, ert þú lítill stærðfræðingur. Verðtrygging þýðir að verðið heldur sér þrátt fyrir verðbólgu, þannig að sveitarfélagið fær alltaf þessar 100 milljónir.  Ef verðbólgan verður 4% á ári næstu 5 árin fær sveitarfélagið 121,66529024 milljónir eftir 5 ár (100.000.000 x 1,04^5).  Þetta eru kallaðar verðbætur og fylgja vísitölu neyzluverðs (a.k.a. verðbólga).

Hvers vegna þú miðar við 12% vexti fæ ég ekki skilið.  Hins vegar veit ég að sveitarstjórnum er ekki stætt á því að ávaxta sitt fé með mikilli áhættu (skulda- og hlutabréf sem bera 12% vexti eru venjulega í flokki með áhættubréfum) og er því ekki óskiljanlegt að fjárfest sé í þessari starfsemi.  Auk þess er betra fyrir sveitarfélagið að starfsemin verði þar, en ekki annars staðar einfaldlega vegna þeirra gjalda og skatta sem fyrirtækið greiðir í sveitarsjóð fyrir sína starfsemi þar.  Ég skil því vel ákvarðanir sveitarstjórnar Ölfuss.

Það má vera að ég hafi farið offari þegar ég kallaði þig fífl og biðst ég afsökunar á því. 

Sigurjón, 30.7.2007 kl. 02:15

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband