Sárleg vöntun á eðlilegri samkeppni

Svona fréttir þurfa ekki að koma neinum á óvart. Lyfja og Lyf og heilsa vildu sameiningu á sínum tíma en Samkeppnisstofnun heimilaði það ekki. Þau hafa í staðinn bara unnið saman án sameiningar og skipta með sér markaðinum og ákveða verð á öllu lyfjatengdu þrátt fyrir allt. Aðferðirnar við að koma öllum öðrum út af þessum markaði eru flestum ljósar. Ég ráðlegg stjórnendum þessara fyrirtækja helst að tjá sig ekki í fjölmiðla því þá losna þeir við að ljúga opinberlega. Þeir virðast gleyma því að nútíma tækni geymir mjög vel allt sem þeir segja.

Lyfjabransinn er ekkert einn í þessu samráði og samkeppnisleysi. Olíufélögin halda áfram að sverma að Atlantsolíu, Tryggingafélögin drápu FÍB tryggingar með samráði, Bankarnir eru allir í bullandi samráði og sameiginlegum einokunarrekstri kortafyrirtækja, sala matvæla og heimilistækja er brátt að verða komin á sama stig og danska einokunarverslunin og svona mætti lengi telja.

Ég tel að samkeppni sé ennþá örlítil í sérvöru og iðngreinum en að öðru leyti eru íslendingar ofurseldir einokun á flestum sviðum og stundum er þeirri verstu sem stjórnað er af ríkinu. Það eru því engar patentlausnir fólgnar hvorki í einkavæðingu né ríkisrekstri.

Á endanum er það alltaf græðgin sem ræður för og skiptir þá engu hver er haldinn henni.


mbl.is Hótuðu gjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: lipurtá

já græðgin er bannvænn krónískur sjúkdómur. Þeir sem sýkjast eiga litla von um bata, sérstaklega þar sem sjúkdómnum fylgir mikil afneitunarhæfni og kerfi sjálfsréttlætinga svo að hinn sjúki gerir sér venjulega enga grein fyrir ástandinu. Eina lækningi er gagnger hugarfarsbreytin og andleg vakning en slíkt hendir fæsta nema þeir lendi í raunverulegum lífsháska.

lipurtá, 27.7.2007 kl. 09:35

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Svo var talað un danska einokun. Þetta er skipulagðara lævísara, falskara og arðvænlegra. En passlega löglegt miðað við lamaðar reglugerðir og lög um samkeppni.

Ævar Rafn Kjartansson, 28.7.2007 kl. 00:09

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Svo má spyrja sig - hvort er betra:

1. Samkeppnisaðilinn setur á stofn apótek, risastórt og setur mann á hausinn með tilheyrandi hörmungum.

Eða:

2. Samkeppnisaðilinn lætur mann vita að hann sé að fara að opna og setja mann á hausinn. Býður í kompaníið svo maður geti þó allavega selt það á eitthvað í stað þess að fara á kúpuna og missa íbúð og bíl.

Maður spyr sig...

Ingvar Valgeirsson, 29.7.2007 kl. 22:46

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Er þetta ekki bæði kúgun? Smurt eða ósmurt.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.7.2007 kl. 23:33

5 Smámynd: Sigurjón

Er ekki smurt betra en ósmurt?

Sigurjón, 30.7.2007 kl. 02:26

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 264821

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband