Rúmum 4 árum eftir innrásina er enn allt í kalda koli þarna

Bandamenn hófu innrás í Írak í mars 2003 í þeim tilgangi að uppræta gereyðingarvopn Íraka. Þau fundust aldrei. Í framhaldi af því var reynt að halda því fram að Saddam Hussein styddi Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Það sannaðist aldrei. Þá var því haldið fram að Saddam Hussein hefði framið svo mikil illvirki á þjóð sinni að hann yrði að víkja. Hann drap aldrei jafn marga og herir bandamanna eru ábyrgir fyrir.

Þrátt fyrir þetta stendur íslenska ríkisstjórnin ennþá við stuðning sinn um innrásina í Írak og telur ekki ástæðu til að draga hann til baka og krefjast þess að afskiptum af innanríkismálum Íraka verði hætt með öllu.

Staðan í dag er sú að þarna er allt í kalda koli, fólk er drepið unnvörpum. Allt stjórnkerfi, heilbrigðs- og félagsmálakerfi, menntakerfi og annað í rúst. Til að bæta gráu ofan á svart dettur engum í hug að heimsækja þetta land, eiga við þá viðskipti eða á annan hátt að styðja aftur til sjálfsbjargar. Það eina sem skiptir enn máli er að halda áfram hernaðinum og stela olíunni.

Fólk er hætt að taka eftir fréttum frá Írak. Tölur um dauðsföll bera engin andlit. Og aldrei heyrum við neitt af þeim sem eru örkumla eftir þessar hamfarir. Fréttir af því að Paris Hilton gráti hafa nefnilega forgang!

Þessi pistill er sérstaklega ætlaður núverandi rikisstjórn því hún getur haft áhrif EF HÚN VILL ÞAÐ! 


mbl.is Tuttugu létust í sprengjutilræði um háannatímann í Bagdad
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Mæli eindregið með því að þeim félögum Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni, verði boðið til Íraks af ríkistjórninni, og látnir heimsækja sjúkrahúsin í Bagdad ásamt almennri skoðunarferð um samfélagið og kynningu á virkni þess í dag.

Gott að gefa mönnum tækifæri til að kynna sér afrek sýn og gjarna mættu fleiri tryggir og staðfastir stuðningsmenn fylgja með, Td: Björn Bjarnason ofl

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 28.6.2007 kl. 09:43

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

þetta er ljótur blettur á fortíð okkar og þeirra sem þetta studdu/og Auðvitað mestur þeirra Bandaeikjamanna og Breta,og fl./en við viljum að við verum  hreinsuð af þessu öllu/Kveðja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.6.2007 kl. 13:47

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband