Of fáranlegt til að lagfæra - Íslenskur aðall

Manni verður eins og öðrum oft hugsað til misskiptingar gæða í samfélaginu. Þessi misskipting er stundum óviðráðanleg. Við höfum til að mynda öll misgóðan grunn frá náttúrunnar hendi og við því er stundum lítið að gera. Við erum misfalleg, misgáfuð og mislánsöm. Ég held að flest séum við sammála um að lífið og tilveran sýni enga sanngirni.

Samt held ég að flest okkar séum sammála um að það sé óþarfi að ríkisvaldið og þeir sem við kjósum til að hafa vit fyrir okkur eigi ekki að auka á þessa misskiptingu með þeim lögum og reglum sem settar eru sem leikreglur í samfélaginu.

Ég er einn þeirra sem tel að breyta þurfi mörgum lögum til að afnema forréttindi sem ég er viss um að þorri almennings vill ekki þegar á reynir:

  • Fiskveiðikvóti úthlutaður frítt. Margir velta sér upp úr milljarða verðmæti sem þeir eiga ekki skv. landslögum en halda ár eftir ár.
  • Eftirlaun stjórnmálamanna. Ósanngjörn og heimtufrek lög sett í græðgiskasti manna sem voru að öfundast út í hina ný- og ofurríku sem fengu úthlutað ríkisfyrirtækjum og fjármálastofnunum á góðum kjörum.
  • Milljarðastyrkir til bænda til að halda úti atvinnustarfsemi sem þorri almennings finnst alltof dýru verði keypt.
  • Milljarðaútgjöld til þjóðkirkjunnar. Trúmál eiga að vera einkamál.
  • Milljarðaútgjöld til lista- og menningarmála. Nútíminn þarf ekki að ausa fjármunum samfélagsins til að sumt fólk geti leikið sér á kostnað almennings.
  • Milljarðaútgjöld til Ríkisútvarps. Það er löngu kominn tími til að losa sig við þetta fyrirbrigði.
  • Milljarðaútgjöld til varnarmála. Nær væri að setja upp loftsteinaregnhlífar. Trúlega er hættan meiri þar.
  • Milljarðaútgjöld til utanríkisþjónustunnar. (Ingi Geir Hreinsson)
  • Milljarðaútgjöld í jarðgangaboranir úti á landi. (Ingi Geir Hreinsson)
  • Minnka framlög til íþrótta, nema skákíþróttarinnar. (Anna Karen)
Þú lesandi góður mátt gjarnan bæta við þennan lista... eða mótmæla...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Milljarðaútgjöld í utanríkisþjónustu sem er ekkert annað en geymslustaður fyrir afdankaða stjórnmálamenn. Milljarðaútgjöld í sendiráð þegar fjarfundabúnaður gerði sama gagn.
Milljarðaútgjöld í jarðgagnaboranir úti á landi til fámennra byggðarlaga þegar höfuðborgarbúar eru nánast fangar hér vegna ófullnægjandi vegakerfis út úr borginni.

Ingi Geir Hreinsson, 26.6.2007 kl. 12:03

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg gæti auðvitað bætt sitthverju við en þetta sem nefnt er allt saman það sem við verðum að taka á /Við getum sparað þarna nokkra milljarða/Heir fyrir þessu!!!,sem  gætu ferið i annað þarfara1!!!!///Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 26.6.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: halkatla

næstum sammála - ekki með Rúv vissar listir eiga líka rétt á sér, t.d sinfónían. Íþróttir eiga heldur ekki að fá svona mikla athygli einsog þær fá, né peninga. Nema kannski skák.

svo er bara svo margt annað að, innst í kjarna mannsins, sem engin lög fá ráðið við. En þessi listi er ágætis byrjun. 

halkatla, 26.6.2007 kl. 14:05

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég vil stóraukin útgjöld til íþrótta.. leggja niður skákina enda fæðir hún einungis af sér ónothæfa nörda

Eflum íþróttir almennt og gerum fátækum foreldrum kleift að senda börnin sín í íþróttirnar.

Leggjum niður óþörf sendiráð, nóg er að hafa ritara hjá dönum, svæium eða norðmönnum inni í þeirra sendiráðum erlendis..

hættum þessu gangaruglu út um öll krummaskuð landsins og stóreflum vegakerfið suðverstanlands.. tvöföldun til Selfoss og borgarness er sjálfsögð krafa.

Leggja niður þjóðkirkjuna.

Leggja niður alla styrki til landbúnaðar og leyfum bændum að njóta sannmælis.. survivalofthefittest.. bændur fá í dag 66 % af sínum tekjum úr vörum okkar og 
framleiða langdýrustu kjötlufsur í heimsögunni.. 

fiskveiðikvótinn er eign landsmanna en ekki forréttinda fólks sem eignaðist hann ókeypis.. tökum hann til baka og gefum krókaveiðar frjálsar.

Listir.. let it be..




Óskar Þorkelsson, 26.6.2007 kl. 19:02

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afsakið innsláttarvillur :)

Óskar Þorkelsson, 26.6.2007 kl. 19:02

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

umm endurrita eina setningu.. alvarleg villa í henni..

Leggja niður alla styrki til landbúnaðar og leyfum bændum að njóta sannmælis.. survivalofthefittest.. bændur fá í dag 66 % af sínum tekjum úr ríkissjóði og
framleiða langdýrustu kjötlufsur í heimsögunni..

sorry

Óskar Þorkelsson, 26.6.2007 kl. 20:58

7 Smámynd: halkatla

ég skil ekki þennan íþróttafasisma, þær eru hvorki hollar fyrir líkama né sál, þarsem þeim fylgja endalaus beinbrot, tognanir, stress, keppnisreiðiskap, vonbrigði, sterar, hættuleg lyf og svo eru þær leiðinlegri en tárum taki. Það er fullt af krökkum sem hafa engan áhuga á íþróttum, það á ekkert að þvinga börn útí þær heldur leyfa þeim bara að vera inni að lesa, leika sér - líka úti - og að horfa á sjónvarp og í tölvuleikjum. Það er miklu hollara að þjálfa hugann heldur en líkamann. Og það ætti að efla tónlistarnám fyrir börn, og ýmislegt skapandi listnám. Það er nóg komið af íþróttarugli  

hehe, en svona auðvitað á að sjá til þess að allir krakkar geti stundað þær tómstundir sem þau vilja, hvort sem það eru íþróttir eða annað. 

ég er nú bara að segja þetta svona hreint út vegna kommentsins sem kom strax á eftir mínu, og takk Haukur fyrir að bæta tillögunni minni við. 

halkatla, 27.6.2007 kl. 11:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband