Óorði hefur verið komið á gredduna og vændið

Mér finnst eiginlega orðið hálf pínlegt að horfa upp á að frumþarfir mannsins séu rægðar jafn illilega og greddan. Hún er á fínu sparimáli kölluð "kynhvöt".

Einnig finnst mér að viðurkennd elsta starfsgreinin (meðal kvenna), vændið, sé niðurlægt með sífelldum árásum og þá aðallega fólks sem hefur ekki sérstaka þörf fyrir þessa þjónustu.

Það viðurkenna allir að greddan sé eðlilegur hluti af tilfinningum mannsins. Greddan á stærstan heiðurinn af því að viðhalda mannkyninu. Ég skil því alls ekki hvernig hægt er að taka þennan stærsta þátt í viðhaldi mannkynsins og niðurlægja í sífellu. Hvers konar þakklæti er þetta?

Það eru ekki allir svo lánsamir að eiga maka til að gamna sér við og njóta útrásar fyrir heilbrigða góða greddu. Handavinna, draum- og einfarir eru eins og að horfa á mynd af mat en fá aldrei að borða. Ég hef ekkert á móti vændi sé þar um að ræða jafn frjálsan verknað og á milli venjulegs nuddara og viðskiptavinar.

Það eru hins vegar nauðgararnir, barnaníðingarnir, hvítu þrælasalarnir og fleiri sem koma óorði á gredduna og vændið með sama hætti og áfengissjúklingarnir koma óorði á brennivínið. Ökuníðingarnir koma óorði á sportbílana og fleira mætti upp telja. Er ekki kominn tími til að hætta forræðishyggjunni og eyða fyrirhöfn og fjármunum í að laga  það sem aflaga fer í stað þess að banna alla skapaða hluti vegna mögulegs óþverraháttar mikils minnihluta fólks í samfélaginu.

Lengi lifi heilbrigð gredda og .... nei ég má víst ekki segja það... þá hvet ég til lögbrota. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta kallast víst shock treatment hjá þér, eða stuð meðferð.

Hlýtur að fá viðbrögð

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.6.2007 kl. 00:04

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta er frábært svr við þessum boðum og bönnum öllum/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 25.6.2007 kl. 12:13

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála greinarhöfundi..  Þekki eina sem missir aukavinnuna sína´um helgina..

Óskar Þorkelsson, 25.6.2007 kl. 13:58

4 Smámynd: Þarfagreinir

Mér finnst nú ekkert heilbrigt við það að kaupa sér félagsskap ... en ef það er með samþykki beggja aðila, engum utanaðkomandi þrýstingi né nauðung beitt, og svo framvegis, þá sé ég ekki hvernig er hægt að banna það ...

Varðandi einkadansinn, þá er ég á báðum áttum. Eins og ég segi þá finnst mér ógeðfellt og óskiljanlegt að menn nenni að hanga á svona búllum, en það þýðir ekki endilega að ég telji réttlætanlegt að banna þetta. Með því er ekki verið að ráðast á rót vandans, heldur einungis greinar hans. Eitt af mínum mottóum er að maður útrýmir ekki hinu slæma í fólki með því að banna það.

Segi þó bara að ég mun ekki gráta það ef þessir staðir leggja allir upp laupana ...

Þarfagreinir, 25.6.2007 kl. 14:03

5 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Besta færslan sem ég hef séð í dag, góður.

Kveðja.

Sigfús Sigurþórsson., 25.6.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það sem ég fatta ekki í dagsins umræðu um kjöltudansinn.. og það er, að vændi er löglegt á íslandi !!

Svona reglur eru ekki til neins nema þá til þess að fela starfið sem mun örugglega ekki hætta þótt löggjafarvaldið sé að friða einhverja siðapostula og hugsanlega eigin samvisku.

Lifi greddan.

Óskar Þorkelsson, 25.6.2007 kl. 19:19

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband