20.6.2007 | 10:14
Kynjajafnrétti fengið á kostnað einstaklingsfrelsis - Nei takk!
Ég hef mikið álit á konum. Ég hef mikið álit á Jóhönnu Sigurðardóttur og tel hana einhvern trúverðugasta og heiðarlegasta stjórnmálamann síðari ára á Íslandi og er þá mikið sagt.
En þýðir þó ekki að ég sé sammála öllu sem hún segir. Ég er jafnréttissinnaður en tel það arfavitlaust að neyða fram kynjajafnrétti með þeim hætti sem hún hefur nú boðað sem möguleika. Kynjajafnréttið á að auka með því að setja jafnvel í lög að hlutfall karla og kvenna í stjórnum fyrirtækja verði jafnt.
Hvers vegna þarf að velja fólk til starfa út frá því sem það hefur á milli fóta en ekki á milli eyrnanna? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að líffræðilegi munurinn spilar hér inn í málin? Má ekki líka fara spyrja: Af hverju fæ ég ekki starf vegna hæfileikaskorts? Eiga hæfileikalausir ekki sama rétt og aðrir? Þurfa ekki allir að lifa?
Jóhanna Sigurðardóttir er sjálf dæmi um hæfileikaríka konu sem hefur komist áfram á eigin verðleikum. Hún á að vita það í hjarta sínu að jafnræði á þessu sviði fæst ekki með nauðungarlögum og/eða misréttisreglum konum til handa. Um leið og konurnar vilja, þá geta þær! Ég skora á konur að láta ekki breyta sér í aumingja með lögum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Útskýrðu endilega fyrir mér þetta með "líffræðilega muninn sem spilar inn í" Átt þú þar með við að vegna þess sem karlar hafa á milli fóta hafi þeir hærri laun.?
Átt þú við að vegna líffræðilegra yfirburða karla séu þeir betur fallnir til að stjórna og ver fallnir til að hugsa um börn og heimili?
Hvernig eru störf almennt metin til launa er vísindaleg og gegnsæ útskýring á því?
Með kveðju frá Matthildi,sem barist hefur áfram á eigin verðleikum (enda ekkert annað í boði fyrir konur) og hitt á ferð sinn mun fleiri karla sem ekki valda stöðu sinni en konur sem ekki valda stöðu sinni og er orðin hund leið á því að karlar eins og Haukur tali niður til kvenna.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.6.2007 kl. 10:53
Matthildur, ég vil byrja á því að mótmæla því að ég tali niður til kvenna. Þær gera það mest sjálfar ef því er að skipta.
Karlmenn eru frekari, agressívari, kappasamari, sterkari og fljótari en konur að meðaltali. Þetta er líka ástæðan fyrir því að það eru karlmenn sem fylla fangelsin en ekki konur. Eigum við að krefjast þess að konur fari í fangelsin til jafns við karla? Á þá ekki jafnréttið að vera á öllum sviðum.
Ef þessi líffræðilegi munur væri ekki viðurkenndur í raun þá væru karlmenn og konur látin keppa saman í öllum íþróttum án kynjaaðgreiningar, sem hluta af meira jafnrétti.
Þessi sami líffræðilegi munur er megin orsök ójafnréttis karla og kvenna varðandi keppni um völd og áhrif og þar með til launa. Kvenréttindakonur eru að argast út í afleiðingarnar af kynjamuninum en ekki orsökunum.
Ég tel mig ekki dómbæran á það hvort karlar séu fleiri óhæfir í störfum sínum en konur. Þú hefur ekkert sem styður þessa fullyrðingu Matthildur.
Ég styð það, eins og flestir eðlilegir menn gera, að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu. Matthildur má líka vita af því að ég er ekki hvorki óvinur kvenna né stend ég í vegi fyrir frama þeirra til jafns við karla. Þær verða bara að vinna fyrir því og það er ekki gert með ójafnréttislögum eða kynjakvótum í stjórnir og störf.
Hörðustu kvenréttindakonurnar hafa nefnilega algert óþol fyrir því að sumar konur virki metnaðarlausar og vilji helst vera inni á heimilum að sinna börnum og bróderíi. Hvort sem Matthildi líkar betur eða verr, þá eiga þesssar konur líka tilverurétt þó þær séu ekki að eltast við starfsframa. Það verður ekki öllum konum breytt í einu vetfangi í karllæga framapotara með lagasetningu.
Ójafnrétti er ekki bara í kynjamun. Fólk er fætt með mismunandi eiginleika, misjafna möguleika og tilvera hvers og eins háð mörgum fleiri þáttum en bara því sem er á milli fótanna. Það er löngu kominn tími á að sumar konur skilji þennan einfalda sannleika í tilverunni.
Haukur Nikulásson, 20.6.2007 kl. 11:45
Sæll Haukur
Mér sýnist þú blanda saman líffræðilegum eiginleikum og lærðum eiginleikum s.s. að vera frekari er meira byggt á þjálfun en að vera stærri og sterkari er meira byggt á líffræðilegum eiginleikum. Uppeldi stúlkna og drengja hefur ekki verið eins í gegn um tíðina og finnst mér líklegt að það hafi mikil áhrif á þann mun sem þú ert að vitna í.
Síðustu setninguna í blogginu þínu get ég ekki skilið öðru vísi en að þú talir niður til kvenna, hafir þú meint þetta á annan hátt er það í sjálfu sér ágætt.
Fullyrðing mín um að ég hef í starfi mínu og lífi hitt fleiri óhæfa karla en konur byggist á mínu mati og reynslu, ég mun ekki sanna mál mitt með því að nefna þér dæmi enda væri ég þá farin að rakka niður nafngreinda einstaklinga á opinberum vettvangi.
Þú munt líklega seint skilja málflutning minn eða annarra kvenréttindakvenna enda sýnist mér að þú fallir í þá gryfju að gera mér upp skoðanir og alhæfa um kvennabaráttu. Ég býst við að athugasemd þín um fangelsi og íþróttir sé grín.
Til að einfalda málið skal ég í mjög stuttu máli útskýra fyrir þér hvað ég er að tala um.
Það er staðreynd að konur eru ekki jafn margar í stjórnunarstöðum og karlar. Ég vil rannsaka nákvæmlega af hverju það er og bregðast við í framhaldi af því.
Launamunur kynja er staðreynd Ég vil rannsaka nákvæmlega af hverju það er og bregðast við í framhaldi af því.
Konur eru ekki eins sýnilegar í fjölmiðlum 30/70 Ég velti því fyrir mér af hverju það sem karlar gera er fréttnæmara en það sem konur gera. Og spyr hvort fréttamat fjölmiðla í dag sé það eina rétta.
Það eru til karlar hvort sem þér líkar vel eða illa sem vilja jafnrétti og vilja að ábyrg þeirra og kvenna á börnum, heimili og fjárhagslegu öryggi sé jöfn.
Þetta eru einungis nokkur atriði af mörgum sem ég er að velta fyrir mér. Þvert á það sem þú heldur vil ég og allar kvenréttindakonur sem ég þekki skoða orsakirnar til að leiðrétta mismuninn. Sumir karlar telja að þeim komi jafnréttismál ekki við sem mér finnst skrítið því bæði kynin hljóta að græða á jafnrétti í raun.
Að lokum vil ég segja það að mér sýnist að munurinn á okkar skoðunum sé einkum sá að ég horfi á stöðuna eins og hún er í dag og finnst kynjamunurinn vera vandamál en þú horfir á stöðuna eins og hún er í dag og sérð ekki að um vandamál sé að ræða.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.6.2007 kl. 12:36
Matthildur, ég held að stóri munurinn á skoðunum okkar sé sá að ég tel að hann sé illviðráðanlegur af þessum líffræðilega mun karla og kvenna en þú ekki. Það sem mér finnst þú ekki viðurkenna að líffræðilegi munurinn sé ekki bara líkamlegur heldur líka andlegur. Þú getur ekki aðskilið þetta tvennt bara af því að það hentar umræðunni.
Fangelsin og íþróttirnar eru þess vegna ekki grín vegna þess að það er bara hluti af þessum líffræðilega hærri meðaltalsstyrk karla. Neikvæði þátturinn með fangelsin er líka tengdur þessu vegna ólíkrar hormónastarfsemi kynjanna. Sá hluti kynjamunarins er okkur karlmönnunum lítt að skapi.
Ég vil ekkert alhæfa um skoðanir þínar. Ég er bara að reyna að lesa í það sem þú skrifar. Þú mátt alvega taka til þín sem beinlínis ávarpa þig með og svo tala ég um sumar konur og þú þarft ekki að taka það til þín frekar en þú vilt.
Ég var að furða mig á því að einhverjar konur væru að veita 9 karlkyns þingmönnum í norðvesturkjördæmi einhver bleik hvatningarverðlaun. Þetta þykir mér í hæsta máta vanhugsað. Af hverju ekki að veita konum í kjördæminu þessi hvatningarverðlaun frekar?. Þær eru trúlega í meirihluta kjósenda í kjördæminu og kusu þennan karlahóp yfir sig. Kvenréttindakonur hafa aldrei svarað því af nokkru viti hvers vegna meirihluti kjósenda, konurnar, skuli ekki aulast til að kjósa fleiri kynsystur sínar á þing ef það skiptir máli að hafa þær jafn margar.
Matthildur, hvort sem þú trúir því eða ekki, þá viljum við karlmenn að konur séu a.m.k. jafn hamingjusamar og við. Við búum nefnilega flestir okkar með yndislegum konum sem eiga allt gott skilið og við styðjum þær á þeirri braut sem þær vilja sjálfar fara. Í mínum huga er ekki til nein fljótleg lausn á þessu "vandamáli" og ég get því ekki skotið fram neinni patentlausn handa þér.
Ég vil samsinna þér að það er vandamál, og tel það vera mismunun í launum. Ég vil sömu laun fyrir sömu vinnu og þykir það miður að heyra að kynsystur þínar taki þátt í þessu með því að vera uppvísar að því sjálfar að bjóða körlum 10-15% hærri laun sjálfar þegar þær ráða vinnukraft. því má alveg að skaðlausu breyta.
Haukur Nikulásson, 20.6.2007 kl. 13:01
Við verðum greinilega ekki sammála um þessi mál og það er allt í lagi mín vegna. Ekki tek ég það nærri mér þó þér finnist okkar aðferðir slæmar eða að við skulum ekki aulast til að útskýra ákveðna hegðun.
Gaman væri samt að sjá á prenti þínar hugmyndir um hvernig leiðrétta á launamisréttið.
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.6.2007 kl. 14:03
Matthildur, ég hef ekki lýst því að aðferðirnar ykkur séu slæmar, og það er í lagi að vera ósammála um leiðirnar. Og ég skil ekki setninguna: "...að við skulum ekki aulast til að útskýra ákveðna hegðun."
Mér finnst þú gerar þér háar hugmyndir um að ég hafi lausn á því hvernig á að leiðrétta launamisréttið. Ég hef enga lausn því fremur en að fá fólk yfirhöfuð til að haga sér vel heima hjá sér, í umferðinni, í meðferð áfengis og tóbaks og fleiri hegðunarvandamálum.
Við breytum þessu helst með almennt breyttu hugarfari. Það virðist greinilega ætla að taka talsverðan tíma þrátt fyrir lagasetningar. Og líklega náum við ekki til allra með þessi mál. Réttsýni og heiðarleika verður ekki þröngvað upp á fólk nú frekar en fyrri daginn.
Ég býst ekki við að þú getir svarað því af hverju konur kjósa ekki konur?
Takk fyrir að nenna að rökræða þetta mál.
Haukur Nikulásson, 20.6.2007 kl. 14:46
athyglisverðar pælingar hjá báðum hér að ofan.. ég hallast þó meira að Hauk en ég er líka líkamlega fatlaður og fell ekki undir kvótalög.
hér er athugasemd sem ég skrifaði áðan um fréttina :
http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/243880/
Óskar Þorkelsson, 20.6.2007 kl. 16:44
Það er rétt hjá þér Haukur að ég get ekki svarað því af hverju konur kjósa ekki konur, dettur þó í hug að það sé kannski af sömu ástæðum og að karlar kjósa ekki konur. Þetta með að aulast hafði ég eftir þér sjálfum en þú segir konur ekki aulast til að kjósa konur og í athugasemd þinni kemur einnig fram að þér finnist aðferðir femínista vanhugsaðar, þá fór hugur minn flug og mér datt í hug að þér þættu aðferðirnar slæmar. Ég ætlaði ekki að gera þér upp neinar skoðanir og hefði eftir á að hyggja ekkert átt að vera að krefja þig um lausnir.
Það er oft gaman að því að rökræða um jafnréttismál sem önnur mál. Þess vegna nenni ég að lesa blogg og gera athugasemdir.
Góðar stundir
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 20.6.2007 kl. 18:00
Ég kaus sollu
Óskar Þorkelsson, 20.6.2007 kl. 18:37
Ég reyndar kaus Samfylkinguna að þessu sinni, eiginlega mest fyrir Jóhönnu, Ágúst Ólaf og Katrínu Júl. og þrátt fyrir Sollu.
Haukur Nikulásson, 20.6.2007 kl. 18:55
Mér virðist sem svo að Matthildur hafi nokkuð til síns máls, en geti illmögulega fært rök fyrir þeim. Haukur er aftur á móti með augun fyrir ofan nefið og sér hvað verið er að fara...
Sigurjón, 23.6.2007 kl. 04:30