Þetta verður mjög sérstakt stjórnarsamstarf

Mér finnst að sumu leyti kveða við nýjan tón í þessu ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.

Hver ágreiningurinn á fætur öðrum kemur nú upp á milli flokkanna og jafnvel á milli samherja í flokkunum. Það undarlega er að gerast að það gerist ekkert. Enginn verður í alvöru fúll eða herjar á málin í umræðum. Menn þegja bara eftir fyrstu rokurnar og láta ágreininginn bara blunda í bakgrunni.

Þetta er eitthvert nýtt skeytingarleysi sem mér finnst ég ekki hafa séð áður.

Mér finnst líklegasta skýringin nú vera sú að meirihluti stjórnarinnar sé svo mikill í þinginu að þeir sem ráða raunverulega ferðinni gefa ekki lengur skít fyrir skoðanir einstakra þingmanna og jafnvel ráðherra. Það sé af nógu að taka ef eitthvað af þessu fólki hleypur út úr girðingunni. 


mbl.is Telur gagnrýni Einars Odds ekki trúverðuga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband