KR þarf aukinn eldmóð - ekki meiri peninga!

Það er sorglegt að fylgjast með raunum KR-inga þessa dagana í fótboltanum. Ríkasta félag á Íslandi, með bestu pappírsleikmennina, reyndan þjálfara og fjölmarga og trausta stuðningsmenn, situr á botninum í deildinni og virðist varla eiga nokkra möguleika gegn nokkrum andstæðinga sinna. Hvað er að?

Heildin er skemmd. Skemmd af vannæringu. Næringin sem þeir þurfa heitir eldmóður. Samheiti yfir það þegar leikmenn ná í alla sína getu á réttum tíma. Þessi andlega næring verður að koma frá þjálfaranum og komi hún ekki er sjálfgert að hann fari. Það er engin spurning að þó að leikmennirnir beri blak af þjálfara sínum, sem oftar en ekki eru hinir geðþekkustu og vandaðir menn, verða þeir að víkja. Þetta er bara viðurkennd staðreynd í boltanum. Það er frekar fátítt að þjálfarar geti verið lengur en 3-5 ár með sama liðið. Eftir það kemur þetta andleysi oft upp og þá þarf að breyta til. Sami þjálfari nær sér þó oftast á skrið annars staðar ef hann hefur góðan persónuleika.

Það er hins vegar sjaldnar að andleysið sé jafn algert frá byrjun og nú virðist málið hjá Teiti Þórðarsyni. Og það má alveg taka fram að árangur og árangursleysi í fótbolta er stundum ekki í takt við þá vinnu sem menn leggja á sig. Menn hafa áður mátt sætta sig við að vinna mikið en vinna samt ekki neitt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir þetta hjá þér.. mitt særða KR hjarta sér ekki ljósið þessa dagana.. en er samt ekki enn farinn að örvænta.

Óskar Þorkelsson, 16.6.2007 kl. 12:17

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband