Bílastæðaleiðindi í miðborginni - Þau er hægt að lagfæra!

Ég er einn af þeim sem geri eins lítið og hægt er að heimsækja miðborg Reykjavíkur. Ég er orðinn meðvitaður um að það eru bílastæðaleiðindin sem fara í taugarnar á mér.

Málið er nefnilega það að þú þarft að hafa smápeninga með þér ef þú ætlar í miðbæinn og við erum flest okkar hætt að nota annað en kort, ýmist debit eða kredit kort. Fyrirkomulag bílastæða er líka þannig að viðskiptin eru alltaf bílastæðasjóði í hag. Þú leggur inn á stæði, ferð að næsta staur og reynir að kaupa þér bílastæðistíma skv. áætlun um tímalengd erindisins. Ef tíminn fer 5 mínútur fram úr tímanum máttu búast við sekt upp á 1500 kall. Ef þú hins vegar ferð hálftíma fyrir áætlaðan tíma færðu hins vegar ekki endurgreitt. Á þessari tækniöld eru þessir viðskiptahættir óbilgjarnir  og óásættanlegir.

Lausnin er sú að setja upp hlið með einum kortakassa eins og á Keflavíkurflugvelli og þú borgar fyrir tímann sem þú ert á svæðinu, hvorki meira né minna. Sektargreiðslur eru bara til að gera okkur fjúkandi reið yfir því óréttlæti að þú sért sektaður af hinu opinbera þegar þú ert gjarnan að heimsækja hið opinbera og starfsmennirnir þar eru stundum ekkert að flýta sér að afgreiða þig!

Nú er tíminn fyrir nýjan borgarstjóra að lagfæra þessi bílastæðaleiðindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ef þú leggir í kjallaranum á ráðhúsinu þá getur þú borgar nákvæmlega fyrir þann tíma sem þú notar. Vandinn er bara að það er svo oft fullt.

Ingi Geir Hreinsson, 13.6.2007 kl. 16:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband