Húsavernd út í öfgar

Mér finnst undarleg sú þráhyggja að vilja geyma helst öll gömul hús. Sérstaklega þykja mér bárujárnsklædd timburhús með afbrigðum ljót. Ég skil ekki þetta hálfvitalega snobb gagnvart ónýtum og ónothæfum húskofum af þessari gerð sem smíðaðir voru í sárri fátækt fyrir 60-100 árum.

Mér í finnst í lagi að halda kannski upp á örfá svona hús í sögulegu tilliti en það er móðgun við nútímafólk að binda jafnvel í lög og reglugerðir að þessar eldgildrur séu upp til hópa látnar standa. Mikill meirihluti fólks vill fá húsnæði sem hæfir tæknilegri og fjárhagslegri getu til að gera almennilegt húsnæði með alvöru notagildi. Síðan má alltaf deila um fagurfræði þeirra húsa sem byggð eru.

Miðbærinn í Reykjavík getur aldrei orðið neitt af viti á meðan þessi kofaverndarstefna er við lýði.


mbl.is Ekið með hús um borgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er fullkomlega sammála. Húsin byggð af vanefnum á sínum tíma, fúasprek klædd forljótu bárujárni. Svo spyr ég, hvenær er það friðunarfólkið sem á þessi umhverfisslys?

Ingi Geir Hreinsson, 13.6.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt,hvort eg er sammála þessu,það er nog að hafa þetta í Árbæjarsafni/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 13.6.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Arnar Jónasson

Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að þeir sem skrifa þetta rugl komi ekki mikið í miðbæinn? Ég hef ekkert á móti úthverfa skipulagi og verslunarmiðstöðvum en á móti geri ég þær kröfur til fólks að það virði líka okkur sem viljum varðveita sögu og upprunalega mynd miðbæjarins. Þessi hús hafa margvíslegt notagildi. Það get ég staðfest sem bý einmitt í gömlu bárujárnsklæddu húsi við Laugaveg. 

Arnar Jónasson, 13.6.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Torfusamtökin

Hvað finnst þér þá um sambærileg hús annarstaðar í Evrópu, á að rífa alla gömlu borgarhlutana í t.d. Þýskalandi eða Noregi? Íslensk timburhús frá byrjun síðustu aldar eru bindingsverkshús og gerð á nákvæmlega sama hátt og bindingsverk annarsstaðar í Evrópu? Þetta eru töluvert vandaðri hús en timburhús sem verið er að byggja í dag.

Annars skil ég ekki af hverju ég er að eyða tíma í að skrifa þetta. Ég held að þú sért ekki mjög móttækilegur fyrir þessari hugmyndafræði.

En... jésús minn hvað maður er orðin leiður á að heyra þetta orð... "Vanefnum". Það er að vísu rétt að það var ekki upprunalega innbyggður flatskjár og heimabíósystem í þessum húsum, en af vanefnum voru þau þó ekki byggð.

Sannleikurinn er sá að það var meira lagt í að gera þessa kofa en þekkist almennt í byggingariðnaðinum í dag. Það að vanda til fagurfræðilegra þátt eins og skrautlistar í kverkum, rósettur í loftin, skreytt gerefti í kringum dyrakarma, gegnheilar viðarhurðir, gluggar með fögum í öllum opum, brjóstningar, hamrað gler, sérsmíðaðir stigar og fleira og fleira, þekkist varla núorðið.

Torfusamtökin , 13.6.2007 kl. 22:40

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég skil alveg viðhorf Arnars Jónassonar og Torfusamtakanna. Við eigum öll rétt á því að hafa áhugamál hvort sem þau felast í því að spila tónlist, iðka íþróttir eða vilja vernda gömul hús.

Það sem ég hef á móti er að skattfé almennings sé varið í að fjármagna þessi áhugamál og skiptir engu hvort það eru mín áhugamál eða annarra. Það er mín skoðun að almannafé skuli ekki notað í leikaraskap heldur raunverulegar samfélagslegar þarfir. Ég hef hins vegar ekkert á móti því að fólk og félög noti sjálfsaflafé til að iðka áhugamál eins og húsaverndun. Svo langt get ég gengið í að vera móttækilegur fyrir hugmyndafræðinni.

Borgarstjórinn í Reykjavík hefur lýst áhuga sínum á að kaupa hornlóðina á Lækjargötu og Austurstræti til að að byggja í upprunalegri mynd. En hver er upprunaleg mynd? Þúfnakraðak ættað frá því áður en maðurinn kom til skjalanna? Moldarkofi frá miðöldum? Tímburhúsið með rósettunum? Timburhúsið eftir að bárujárnið var sett á það? Bárujárnshúsið eftir að öllum innveggjum hafði verið breytt og gluggarnir stækkaðir niður í gólf til að búa til verslun? Hvað í fjandanum getur kallast upprunalegt horf? Ég held að það svari því enginn með góðu móti.

Mér þykir leitt að Arnars og Torfusamtakanna vegna að ég skuli ekki hafa tilfinningar gagnvart húsum. Í mínum huga eru þau bara hlutir með notagildi fyrir okkur og þegar þau hafa ekki lengur notagildið má mín vegna rífa þau. Ég hef líka takmarkaðar tilfinningar gagnvart hvölum en ég skildi betur að það hefði ekki tilgang að rökræða við hvalavini vegna þess að hjá þeim er tilfinningin sú að hvalurinn sé merkilegri skepna en maðurinn. Hvernig rökræðir maður tilfinningar?

Haukur Nikulásson, 14.6.2007 kl. 07:09

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hér vantar eld!

Mér finnst undarleg sú þráhyggja að vilja geyma helst öll gömul hús. Sérstaklega þykja mér bárujárnsklædd timburhús með afbrigðum ljót. Ég skil ekki þetta hálfvitalega snobb gagnvart ónýtum og ónothæfum húskofum af þessari gerð sem smíðaðir voru í sárri fátækt fyrir 60-100 árum.

Mér í finnst í lagi að halda kannski upp á örfá svona hús í sögulegu tilliti en það er móðgun við nútímafólk að binda jafnvel í lög og reglugerðir að þessar eldgildrur séu upp til hópa látnar standa. Mikill meirihluti fólks vill fá húsnæði sem hæfir tæknilegri og fjárhagslegri getu til að gera almennilegt húsnæði með alvöru notagildi. Síðan má alltaf deila um fagurfræði þeirra húsa sem byggð eru.

Miðbærinn í Reykjavík getur aldrei orðið neitt af viti á meðan þessi kofaverndarstefna er við lýði.

Verktaki Lóðabraskarason



mbl.isEkið með hús um borginaTilkynna um óviðeigandi tengingu við fréttAthugasemdir 1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er fullkomlega ómakleg framsetning. Á sama tíma og ég svara þér undir nafni og reyni að gera það málefnalega og með virðingu fyrir áhugamáli ykkar, leyfið þið ykkur að móðga mig með því að kalla mig Verktaki Lóðabraskarason.

Ég fullyrði að ekki er svona dónaskapur ykkar málstað til framdráttar. Ég er reiður!

Það þýðir ekkert fyrir þig að breyta þessu eftir á því ég er búinn að afrita þenna dónalega ósóma! 

Haukur Nikulásson, 14.6.2007 kl. 07:31

Haukur Nikulásson, 14.6.2007 kl. 07:34

7 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég vil taka það fram að ég hef aldrei staðið í verktöku né kaupum og sölum á lóðum. En þær staðreyndir skipta líklega engu máli fyrir Torfusamtökin.

Haukur Nikulásson, 14.6.2007 kl. 07:46

8 identicon

Ég er sammála þér um að það hafi verið ómálefnalegt af forsvarsmönnum torfusamtakanna að færa þessa færslu þína inn á sína síðu undir nafninu „Verktaki Lóðabraskarason“, en ég held samt sem áður að svona hugsi einmitt flestir „Verktakar Lóðabraskarasynir“, þ.e.a.s. svona eins og þú virðist hugsa samkvæmt þessari færslu þinni.

Mér finnst hins vegar líka frekar ómálefnalegt af þér að kalla húsaverndunarstefnu Torfusamtakanna „áhugamál“ sem ekki eigi að eyða fé skattborgara í. En fólk eins og þú sem virðist vilja flest gömul hús rifin eða flutt í burtu, og vill fá nýbyggingar í staðinn? -Er ekki hægt að kalla það áhugamál líka?? -„Nýbyggingaáhugamennirnir“?? -Mega yfirvöld þá alveg eyða skattpeningum í það áhugamál?? ...Bara svona til umhugsunar fyrir þig..

Fyrir utan það að ég held að það sem Torfusamtökin eru að berjast hvað mest fyrir rífi nú ekki svo mikið úr ríkiskassanum, þar sem þau eru aðallega að berjast fyrir að leyfa öllum/flestum gömlu húsunum í 101 sem er verið að rífa núna að vera, að mér skilst. -Ég held að það að gera það sé nú ansi mikið fjárhagslega ódýrara fyrir þjóðarbúið en að rífa/flytja þau öll og byggja (ljótar) nýbyggingar í staðinn (þ.e. að borga undir áhugamál „nýbyggingaáhugamanna“).

Annars skil ég nú ekki af hverju maður með þínar skoðanir er að pirrast yfir því að húsið að Laugavegi 74 hafi verið flutt, ertu ekki ánægður með að enn einn „kofinn“ sé farinn bara??

Annars tek ég heils hugar undir með Torfusamtökunum hér að ofan, og Arnari Jónassyni, og sérstaklega hvað varðar það að þeir sem skrifa/segja svona komi ekki mikið í miðbæinn, því hef ég tekið eftir sjálf. Hefur þú, kæri Haukur Nikulásson t.d. búið í miðbænum??

Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 17:45

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Helga mér satt að segja leiðist miðbærinn. Vegna bárujárnshúsanna finnst mér hann að mestu ljótur.

Það eru náttúrulega góðir molar þarna innan um eins og Fógetinn í Aðalstrætinu, Alþingishúsið, Hótel Borg, Reykjavíkurapótek, Stjórnarráðið, Menntaskólinn, Eimskipshúsið og einhver örfá í viðbót. Flest önnur hús eru þannig að eigendur þeirra eiga bara að fá að ráða hvað þeir gera við þau, hvort sem það er að vernda þau eða rífa til að nýta rándýrar lóðirnar betur.

Miðbærinn er líka leiðinlegur vegna bílastæðaleiðinda, sem ég hef reyndar komið inn á í annarri færslu hérna á blogginu.

Þetta hlýtur að svara þeirri spurningu að ég hafi greinilega ekki búið í miðbænum og hef satt að segja engan áhuga á því. Skv. einhverri undarlegri reiknireglu bý ég í miðju Reykjavíkur þ.e. nálægt Menntaskólanum við Sund sem nú er við Skeiðarvog.

Mér finnst forræðishyggja Torfusamtakanna ganga inn á þann rétt manna að fá að ráðstafa eignum sínum innan skynsemismarka. Mín skoðun er sú að það sé innan skynsemismarka að vilja fá að rífa bárujárnshús.

Haukur Nikulásson, 16.6.2007 kl. 23:54

10 identicon

Sæll Haukur.

Við verðum þá bara að vera sammála um að vera ósammála.

En ég held samt sem áður að ef þú kæmir oftar í miðbæinn og virkilega skoðaðir gömlu húsin og kynntir þér sögu þeirra væri þér ekki eins mikið sama um þau.

Mér finnst alls ekki að eigendur húsa sem hafa jafnvel sögu- og menningarlegt gildi fyrir Reykjavík eigi að mega bara gera við þau hvað sem er. Þannig er það heldur ekki í neinni annari borg í heiminum (ef kalla skyldi Reykjavík borg), eftir því sem ég best veit. Og þetta með að nýta rándýrar lóðirnar betur, eins og þú segir.. Ég veit það fyrir víst að þessar örfáu lóðir í 101 sem eru eignarlóðir (en ekki leigulóðir), eru alls ekki eins dýrar og flestir myndu halda, þrátt fyrir góða staðsetningu þeirra. 

Helga (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 15:13

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband