Mannslífin mismunandi metin - Hræsni vesturlandabúa

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Madeleine McCann er saknað í Portúgal. Foreldrar hennar voru að skemmta sér og skyldu dótturina eftir án umsjár á hótelinu á meðan, sögðust hafa kíkt inn til hennar við og við. Eitthvað finnst mér vanta í þessa frásögn. A.m.k. blasir við, hið minnsta, verulegt ábyrgðarleysi foreldranna og vanræksla.

Mikið hefur verið látið með þetta mál. Foreldrarnir hafa fengið pláss í öllum mögulegum og ómörgulegum fjölmiðlum til að leita dótturinnar og gengur þetta meira að segja svo langt að ég fæ ótal keðjubréf og ruslpósta senda í þessu sambandi. Foreldrarnir hafa fengið áheyrn hjá sjálfum Páfanum í Róm og mér þykir eiginlega alveg nóg um umstangið í þessu máli vegna þess að þetta leiðir hugann að því hvernig mannslífin eru metin. Þótt ég hafi samúð með aðstandendum Madeleine McCann get ég ekki lengur orða bundist.

Sveltandi börn í Afríku, barnadráp í Írak og Darfur, alnæmi meðal barna, almennur barnadauði í þróunarríkjum, barnaþrældómur og annað eru ekki rædd í fjölmiðlum á vesturlöndum nema í ópersónulegu talnaformi á meðan andlitið á Madeleine McCann er sýnt í ennþá fleiri fjölmiðlum. Ég spyr: Má ekki fara að sýna öðrum börnum þessa heims meiri samúð. Er barn á vesturlöndum meira virði en barn annars staðar í heiminum?
mbl.is Foreldrar Madeleine hitta páfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Alveg sammála þér.  Þetta er hræsni á háu stigi.

Sigurjón, 30.5.2007 kl. 18:29

2 identicon

Svo er örugglega rænt börnum daglega um allan heim...

 Þessi er bresk, ung, sæt og með grípandi nafn.

Geiri (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 18:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband