Móðgun við Ágúst Ólaf og Katrínu Júlíusdóttur

Það er deginum ljósara við þessa skipan í ráðherraembætti að Geir og Solla eru einráð um val ráðherranna.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er sérstakur skjólstæðingur Sollu sem fyrrverandi kosningastjóri R-listans og fyrrverandi framkvæmdastjóri kvennalistans. Hún hafði dottið niður í þriðja sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi og gat því ekki gert eðlilegt tilkall til ráðherrasætis. Hins vegar var deginum ljósara að Katrín Júlíusdóttir sýndi henni þá vinsemd að bjóða sig ekki fram til 1. sætis sem ég tel að hún hefði unnið auðveldlega hefði hún kært sig um það. Ég er móðgaður fyrir hönd Katrínar.

Ágúst Ólafur er varaformaður og í hann er hent pínulitlum orðaskít sem enga merkingu hefur "að sjá um innra starf flokksins". Solla vanvirðir þann stiga sem settur er í stjórn Samfylkingarinnar og ég er líka móðgaður fyrir hönd Ágústs Ólafs. Eina mögulega skýringin á því að Katrín og Ágúst Ólafur láti sér þetta lynda er að þeim verði skipt inn í ráðherrastóla á miðju tímabili, Solla hlýtur að hafa lofað þeim því.

Á sama máta er Geir Haarde að ögra kjósendum Sjálfstæðisflokksins með því að halda inni Birni Bjarnasyni og Einari K. Guðfinnssyni og leyfir sér að niðurlægja bæði Sturlu Böðvarsson og Kristján Þór Júlíusson. Væntanlega verður Birni Bjarnasyni skipt út eftir ár eða svo þannig að hann fái virðulegri brottför heldur en þá sneypu sem Jóhannes í Bónus ætlaði honum. Björn var sannarlega kominn neðar í vinsældum hjá kjósendum en t.d. Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson.

Formenn beggja stjórnarflokkanna hafa þann háttinn á að ræða einslega við alla þingmenn til að beygja þá til hlýðni og leggja bara heildarpakkana sína til samþykktar í heilu lagi eða synjunar. Maður sér núna að lýðræðið á Íslandi er bara lýðræði fyrir tvær manneskjur: Geir og Sollu.


mbl.is Þrjár konur og þrír karlar ráðherrar fyrir Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hanna Birna, ég ætla ekki að svara þér þessari spurningu

Haukur Nikulásson, 23.5.2007 kl. 00:18

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar munaði sáralitlu sem engu í prófkjörinu á Þórunni Sveinbj og Gunnari Svavarssyni í slagnum um fyrsta sæti listans en þar sem Katrín sóttist ekki eftir nema 2. sæti var hún alltaf örugg með það hvort hinna sem tæki fyrsta sætið.

Þórunn hefur mikla þingreynslu en Gunnar alls enga svo það er ekki óeðlilegt að Þórunn fengi ráðherrastól fremur honum - ég hefði þó einfaldleg viðljað sjá Katrínu Júl líka sem ráðherra, en þá hefði einhver annar þurft að víkja sem ég gæti fært rök fyrir að ætti að vera inni. Verra með með Heilbrigðisráðuneytið að það skuli flytjast til Sjalla án þess Samfylking fái neitt sýnilegt í staðin og þannig vera með umsjón með færri málaflokkum en litla Framsókn hafði.

Ágúst Ólafur hefði þá fremur átt að taka stól en Björgvin því þó Björgvin sé afbragðs þingmaður þá er hann ekki varaformaður.

Helgi Jóhann Hauksson, 23.5.2007 kl. 00:38

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það munaði nær engu á Þórunni og Gunnari í prókjörinu eins og Helgi Jóhann bendir á, eða um 35 atkvæðum ef ég man rétt. Þórunn hefur það umfram Gunnar að hafa talsverða þingreynslu, sem hlýtur að vega þungt. Svo hefur hún trúverðugleika í umhverfismálum, sem hann hefur ekki. Gunnar er líka frekar óþekktur hjá almenningi utan Hafnarfjarðar.

Katrín er búin að vera skemur á þingi og tók ekki sénsinn á því að berjast um fyrsta sætið. Björgvin er svo leiðtogi í sínu kjördæmi, vann sigur í prófkjöri og er á sínu öðru kjörtímabili, þanning að erfitt var að ganga framhjá honum. Auk þess þarf að gæta jafnvægis á milli landsbyggðar og höfuðborgar. Hefði Ágúst Ólafur orðið fjórði Reykjavíkurráðherrann og Kristján Möller eini landsbyggðarráðherrann, er ég hrædd um að eitthvað hefði heyrst frá landsbyggðarfólki í flokknum.

Þetta er flókinn kapall og mér sýnist Samfylkingin hafa spilað alveg ágætlega úr honum.

Svala Jónsdóttir, 24.5.2007 kl. 11:24

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband