Ingibjörg Sólrún er fullreynd - Hún nær ekki meiru

Samfylkingin verður að sætta sig við það að hann verður ekki stærri með Ingibjörgu Sólrúnu sem formann. Hún nær ekki til stórs hóps karlmanna sem eru jafnaðarmenn og hafa kosið íhaldið. Ég kaus Samfylkinguna með semingi en þeir óánægðu Sjálfstæðismenn sem vel hefðu getað hugsað sér að kjósa jafnaðarmannaflokk kusu ekki femínískt yfirbragð Sollu og þola það bara alls ekki.

Það er ekkert athugavert að hafa Sollu áfram sem formann. Þá verður flokkurinn bara að sætta sig við að verða ekki stærri. Svo einfalt er það.

Þar sem nú eru 4 ár til næstu kosninga mæli ég með því að næstu vonarpeningar Samfylkingarinnar verði leidd fram sem formaður og varaformaður: Ólafur Ágúst og Katrín Júlíusdóttir. Bæði þurfa þau tíma til að festa sig í sessi og þurfa reynslu. Þau hafa bæði sýnt að í þeim eru þeir mannkostir sem þarf til að laða til flokksins fleiri kjósendur en Solla er fær um.

Ég kaus Samfylkinguna að þessu sinni þrátt fyrir að mér hugnast hvorki forysta Sollu né löngun flokksins til að ganga í eineltisklíku á borð við Evrópusambandið. Það eina sem Samfylkingarfólk getur nú glaðst yfir er að stjórnarflokkarnir þurfa áður en langt um líður að taka sjálfir afleiðingum stefnu sinnar í efnahags- og einkavæðingarmálum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband