Ég kýs...

... ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ég kaus hann í 30 ár og á síðasta kjörtímabili hefur hann farið svo út af sporinu að ég get ekki kosið hann lengur. Ástæðurnar eru bara í stikkorðum: Árni Johnsen, Íraksstríðið, eftirlaunafrumvarpið, Ríkisútvarpið ohf., einkavinavæðingin, sala orkufyrirtækja, rán á fiskveiðiauðlindinni ásamt öðrum o.fl. Stefnan er í góðu lagi, það er bara ekkert farið eftir henni. Miðað við ofangreinda upptalningu er með ólíkindum að 80% flokksmanna sem eru jafnaðarmenn skuli ennþá kjósa þennan flokk.

... ekki Framsóknarflokkinn. Þetta er alspilltasti flokkur landsins. Sé tekið mið af því hversu lítill þessi flokkur er orðinn mætti eiginlega kalla þetta bófaflokk en það bara má maður ekki. Þessi flokkur var orðinn svo lélegur að ekki var hægt að nýta neinn úr þingliðinu til að taka við formennsku í honum. Dreginn var pólitískt skipaður gæðingur út úr Seðlabankanum með sýndargreind. Mesta framsóknin er að setja á þennan flokk algjört stopp!

... ekki Vinstri græna. Þó er þarna að mínu mati einn helsti leiðtogi landsins í stjórnmálum. Það dugir bara ekki. Stefnan er öfga femínísk sem er ekki nothæf fyrir venjulegt fólk. Þessi flokkur neitar að horfast í augu við þá augljósu staðreynd að það er munur á körlum og konum. Þessi flokkur afneitar blöndu af stærri og minni fyrirtækjum og er bara í eðli sínu á móti stóriðju og virkjunum. Þegar hlustað er eftir tillögum um atvinnutækifæri eru þau lítil sem engin og ekki á neinn hátt sannfærandi.

... ekki Frjálslynda flokkinn. Þarna sárvantar leiðtoga og þarna vantar alvöru hugsjónafólk í forystuna. Hugsjónafólkið lúrir í neðri stigum þessa flokks. Innflytjendaumræðan, sem þó eru bara "varnaðarorð", er meðvituð til að ná í rasistaatkvæðin og það er mér hreint ekki að skapi.  Það er hins vegar margt mjög gott í þeirra stefnuskrá.

... ekki Íslandshreyfinguna. Það er ekki hægt að kjósa flokk sem er í raun bara um tvö mál. Stóriðjustopp Ómars og persónulegan metnað Margrétar. Hér fór forgörðum tækifæri til að búa til alvöru stjórnmálaöfl ef ráðandi þríeykið hefði haft vit á að laða til sín þá sem vildu vera með. Þess í stað stendur eftir þröngsýnt framboð mjög svo ólíkra einstaklinga án alvöru leiðtoga. Þó er þarna sannarlega hæfileikafólk á mörgum sviðum.

Samfylkinguna að þessu sinni. Með blendnum tilfinningum þó. Ég þoli ekki femínískt yfirbragðið með Sollu í farabroddi og kæri mig ekki um inngöngu í ESB. Ég er þó viss um að ESB innganga verði ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili og mín persónulega andúð á forystu Ingibjargar Sólrúnar vegur ekki þyngra en ókostir hinna flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókarflokkurinn verða að fá frí frá stjórnarþátttöku og það verður ekki betur tryggt en með því að kjósa stjórnarandstöðuflokk. Allt er betra en að nota ekki atkvæðið sitt.

Kjósið stjórnarandstöðuflokkana að þessu sinni - Leyfið hinum valdþreyttu að hvíla sig!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband