10.5.2007 | 12:37
Ég kýs...
... ekki Sjálfstæðisflokkinn. Ég kaus hann í 30 ár og á síðasta kjörtímabili hefur hann farið svo út af sporinu að ég get ekki kosið hann lengur. Ástæðurnar eru bara í stikkorðum: Árni Johnsen, Íraksstríðið, eftirlaunafrumvarpið, Ríkisútvarpið ohf., einkavinavæðingin, sala orkufyrirtækja, rán á fiskveiðiauðlindinni ásamt öðrum o.fl. Stefnan er í góðu lagi, það er bara ekkert farið eftir henni. Miðað við ofangreinda upptalningu er með ólíkindum að 80% flokksmanna sem eru jafnaðarmenn skuli ennþá kjósa þennan flokk.
... ekki Framsóknarflokkinn. Þetta er alspilltasti flokkur landsins. Sé tekið mið af því hversu lítill þessi flokkur er orðinn mætti eiginlega kalla þetta bófaflokk en það bara má maður ekki. Þessi flokkur var orðinn svo lélegur að ekki var hægt að nýta neinn úr þingliðinu til að taka við formennsku í honum. Dreginn var pólitískt skipaður gæðingur út úr Seðlabankanum með sýndargreind. Mesta framsóknin er að setja á þennan flokk algjört stopp!
... ekki Vinstri græna. Þó er þarna að mínu mati einn helsti leiðtogi landsins í stjórnmálum. Það dugir bara ekki. Stefnan er öfga femínísk sem er ekki nothæf fyrir venjulegt fólk. Þessi flokkur neitar að horfast í augu við þá augljósu staðreynd að það er munur á körlum og konum. Þessi flokkur afneitar blöndu af stærri og minni fyrirtækjum og er bara í eðli sínu á móti stóriðju og virkjunum. Þegar hlustað er eftir tillögum um atvinnutækifæri eru þau lítil sem engin og ekki á neinn hátt sannfærandi.
... ekki Frjálslynda flokkinn. Þarna sárvantar leiðtoga og þarna vantar alvöru hugsjónafólk í forystuna. Hugsjónafólkið lúrir í neðri stigum þessa flokks. Innflytjendaumræðan, sem þó eru bara "varnaðarorð", er meðvituð til að ná í rasistaatkvæðin og það er mér hreint ekki að skapi. Það er hins vegar margt mjög gott í þeirra stefnuskrá.
... ekki Íslandshreyfinguna. Það er ekki hægt að kjósa flokk sem er í raun bara um tvö mál. Stóriðjustopp Ómars og persónulegan metnað Margrétar. Hér fór forgörðum tækifæri til að búa til alvöru stjórnmálaöfl ef ráðandi þríeykið hefði haft vit á að laða til sín þá sem vildu vera með. Þess í stað stendur eftir þröngsýnt framboð mjög svo ólíkra einstaklinga án alvöru leiðtoga. Þó er þarna sannarlega hæfileikafólk á mörgum sviðum.
Samfylkinguna að þessu sinni. Með blendnum tilfinningum þó. Ég þoli ekki femínískt yfirbragðið með Sollu í farabroddi og kæri mig ekki um inngöngu í ESB. Ég er þó viss um að ESB innganga verði ekki á dagskrá á næsta kjörtímabili og mín persónulega andúð á forystu Ingibjargar Sólrúnar vegur ekki þyngra en ókostir hinna flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókarflokkurinn verða að fá frí frá stjórnarþátttöku og það verður ekki betur tryggt en með því að kjósa stjórnarandstöðuflokk. Allt er betra en að nota ekki atkvæðið sitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson