Stjórnmálamenn ljúga með þögninni og aðgerðarleysinu!

Þegar mál verða óþægileg beita margir stjórnmálamenn fyrir sér þögninni og aðgerðarleysinu til að komast hjá því að svara fyrir þau. Einnig eru þekktar smjörklípur til að fá menn til að beina athyglinni annað. Kjósendur hafa nú aðeins örfáa daga til að gera upp hug sinn og þá er ágætt að fá tækifæri til að meta störf þeirra og ekki síst að reyna að draga fram það sem þeir fela í skúffum sínum þessa dagana. Eftir kosningar fæst ekki annað raunverulegt tækifæri fyrr en að 4 árum liðnum.

Nú langar mig að fylgja eftir spurningum sem hafa verið spurðar en enginn svör fengist við, svona rétt til að minna okkur á að málin eigi ekki að hverfa. Hér kemur fyrsta umferð:

Valgerður Sverrisdóttir: Hvenær ætlar þú að upplýsa okkur um tjónið sem varð á húseignum á varnarsvæðinu vegna frostskemmda síðasta haust? Berðu ábyrgð á tjóni sem er meira eða minna en einn milljarður? - Hverjum nákvæmlega erum við íslendingar að verjast þegar veitt er hundruðum milljóna til varnarmála? - Hvers vegna var Sigríður Dúna skipuð sendiherra í Suður Afríku? Hver verður þá skipaður sendiherra í Chile? Argentínu, Chad, Brunei? ....

Sturla Böðvarsson: Hvers vegna birtir þú ekki skýrslu samstarfsnefndarinnar um framtíð flugvallarins fyrir kosningar? Hvað hefurðu að fela? Dugir þér ekki að búið er að kæra þig til kærunefndar upplýsingamála til að fá þessa skýrslu birta?

Bjarni Benediktsson: Hvers vegna svarar þú ekki spurningunni hvort þú laugst til um mál tengdadóttur Jónínu Bjartmarz eða hvort þú varst bara svona glórulaust ómeðvitaður um hvað þú varst eiginlega að afgreiða?

Geir H. Haarde: Telur þú í alvöru að sala ríkisins á Landsvirkjun og orkufyrirtækjunum muni leiða til samkeppni í orkuverði landsmönnum til hagsbóta? - Ætlar þú að standa fyrir því að eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra verði leiðrétt? - Hvers vegna bakkar þú ekki út úr stuðningi við Íraksstríðið? - Hvers vegna beittir þú þér persónulega sem handhafi forsetavalds til að koma Árna Johnsen í framboð á ný?

(Tvær síðustu spurningarnar sendi ég inn á www.xd.is en fæ líklega ekki svör við þeim þar. Kosningavefur íhaldsins svarar líkast til bara þægilegum og atkvæðavænum spurningum frá samherjum.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það verður að geta þess sem gert er: Sturla er búinn að birta skýrsluna. Takk fyrir það!

Haukur Nikulásson, 7.5.2007 kl. 10:16

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband