Frammistaða frambjóðendanna í sjónvarpinu

Ég fylgdist með kosningasjónvarpi RÚV og ég verð að taka undir með Margréti Sverrisdóttur að uppsetning á settinu er hlutdræg og leiðinleg. Það er óeðlilegt með öllu að stilla upp stjórn og stjórnarandstöðu upp með þeim hætti sem gert er. Ekki síst ef þeir ganga að venju óbundnir til kosninga. Það er óeðlilegt að klessa saman 4 frambjóðendum annars vegar og 2 hins vegar með tilliti til uppsetningar. Þetta sýnir betur en flest annað að tangarhald stjórnarflokkanna á miðlinum er orðið of langt.

Frammistaða frambjóðenda var misjöfn. Árni Mathiesen hreinlega floppaði algjörlega. Hann missti sig í yfirlæti, fýlu og ásakanir sem ollu því að hann gerði bara lítið úr sjálfum sér. Hann fældi atkvæðin burtu með þessari frammistöðu.

Flest sem þarna voru höfðu ekkert nýtt inn í umræðuna að leggja og breyttu því litlu fyrir sína flokka: Jón Sigurðsson, Kristinn H. Gunnarsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Siv Friðleifsdóttir, Ásta Möller, Margrét Sverrisdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Jakob Frímann Magnússon og Jón Magnússon.

Steingrímur J. Sigfússon og Ágúst Ólafur Ágústsson áttu báðir flotta spretti í þessum þætti, hvor á sinn hátt. Þeir tilheyra báðir flokkum sem ég hef ekki kosið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Arnarsson

Já, Hafnfirðingurinn er orðinn alveg afskaplega pirraður greyið kallinn. Persónulega fannst mér Ágúst Ólafur vera mjög góður, og átti ég ekki von á honum svona gríðarsterkum, ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Þú kannski prufar núna að kjósa annan þessara flokka

Sveinn Arnarsson, 1.5.2007 kl. 22:36

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband