Tilgangslaust að deila á svona sérvitringa

Mörgum finnst Björk vera snillingur á tónlistarsviðinu. Ég er ekki einn þeirra. Hef aldrei haft smekk fyrir gólinu hennar og finnst bara ekkert frumlegt við það. Ég skal hins vegar alveg unna fólki þess að þykja þetta mesta snilligáfa tónlistarsögunnar af þeirri einföldu staðreynd að það sé til lítils að deila um smekksatriði.

Ummæli hennar í þessari grein eru að mínu mati bara í stíl við hennar persónu sem sérvitrings. Hún hefur þessa skoðun á málunum og maður má bara vera þakklátur á meðan hún býður sig ekki fram í pólitík á Íslandi. Þá fyrst færi um mann! 


mbl.is Björk gremst stóriðjuframkvæmdir á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

100% sammála.

Örvar Þór Kristjánsson, 27.4.2007 kl. 10:56

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst það samt alvarlegt að einn frægasti Íslendingur á heimsvísu sem við höfum átt, er að blaðra tóma steypu í erlenda fjölmiðla. Stærsta stífla heims!! Stærsta álver heims. Fimm álver á næstu fimm árum. Ísland eins og Frankfurt. Þetta er landkynning í lagi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 10:59

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér finnst alltaf jafn asnalegt/fyndið þegar fjölmiðlar éta upp pólítískar skoðanir frægs fólks, eins og leikara og popptónlistarmanna, slá því upp í stórum greinum í blöðum og fast að því hunsa algerlega álit sérfræðinga í máefninu. Hverjum er ekki skítfokkingssama um hvað Björk finnst um stíflur og álver? Ber að taka fram að þetta er sagt með fullri virðingu fyrir henni sem listamanni.

Hvað kemur næst? Sé fyrir mér fyrirsagnirnar "Leoncie hlynnt jarðgöngum við Bolungarvík", "Geir Ólafsson setur út á aðbúnað aldraðra", "Baraflokkurinn allur hlynntur lækkun virðisaukaskatts á mynddiskum" og ""Bjarni töframaður gleðst vegna fyrirhugaðs álvers við Trékyllisvík".

Mér fannst Gene Simmons, bössungur ofmetnustu rokksveitar veraldar, Kiss, orða þetta nokkuð fínt þegar hann var spurður um pólítík og poppara - "Ekki spyr ég Al Gore hvernig á að spila á bassa".

Ingvar Valgeirsson, 27.4.2007 kl. 11:51

4 Smámynd: halkatla

vá ég er í krampa yfir síðustu athugasemd

halkatla, 27.4.2007 kl. 13:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband