Mikil ósköp hlakkar mann til að sjá Bush hverfa af sviðinu

Það eru vonandi að koma betri tímar með tillliti til þeirra sem óska þess að heimurinn verði friðsamari en nú er. George W. Bush, vinur Davíðs, verður seint kallaður friðarins maður. Næstum allt sem hann hefur ert á sviði utanríkismála hefur verið "stríð gegn hryðjuverkum" sem er að stórum hluta bara yfirvarp til að stela olíuauði Íraka. Hann gerir auk þess allt til að gera Írani tortryggilega til að réttlæta innrás en verður líklega ekki að ósk sinni því andstaða við stríðsrekstur hans hefur styrkst mjög við síðustu þingkosningar.

Bush mun fá hörmulegan dóm sögunnar sem einn herskáasti og heimskasti forseti sem bandaríkjamenn hafa kosið. Manni finnst stundum með ólíkindum að ekki skuli hafa farið þó verr í bandaríkjunum á mörgum sviðum en raun ber vitni. Það má yfir litlu gleðjast.


mbl.is Demókratar tókust á í sjónvarpskappræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég get ekki gleymt myndskeiðinu í heimildarmynd Michael Moore þar sem Dubja var, 11. sept. 2001, inni í barnaskóla. Inn kom maður og hvíslaði í eyra hans upplýsingar um árásirnar. Maðurinn sat eins og frosinn næstu sjö mínúturnar með ritverkið My Pet Goat í höndunum.

Ég er samt ósammála þér að einu leyti. Dubja er ekki raunverulega illmennið. Hann er bara sá sem var teflt fram svo að hin raunverulegu illmenni, Cheney (Haliburton þar sem hann var áður í yfirstjórn með risasamninga í Írak), Rumsfeld (fyrrum besti vinur Saddams), Wolfovitz (Alþjóðabankinn) og ótal margir aðrir gætu komist til valda og áhrifa. Þeir eru hið raunverulega illþýði. Bush er bara fábjáni og hjörðin í kring um hann stal kosningum til að halda völdum.

Ingi Geir Hreinsson, 27.4.2007 kl. 10:10

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 264891

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband