27.4.2007 | 08:07
Sýndarmennska í aðdraganda kosninga
Samningarnir við norðmenn og dani um varnarmál eru að sögn "rammasamningar". Við nánari eftirgrennslan er ekkert í samningunum nema rammarnir sjálfir. Þetta er í raun eins og að selja fólki dýr og flott málverk en kaupandinn fær bara rammana í fyrstu, það eigi bara eftir að mála myndirnar.
Hvers konar sýndarmennska er hér á ferðinni? Í aðdraganda kosninganna hafa ráðherrar verið á þeytingi um allar jarðir skrifandi upp á alls kyns samninga og loforð sem halda engu við nánari skoðun, allt tóm sýndarmennska og sölumennska.
Ég er raunar á þeirri skoðun að bæði Valgerður og Geir séu svo illa að sér í varnarmálum að þau hafi keypt einhverja erlenda ráðgjöf sem færir okkur svona fíflagang. Þetta viðtal við Geir er eitthvert það tómlegasta sem ég hef heyrt lengi. Í því er nákvæmlega ekkert sem á skylt við einhvern raunveruleika sem fólk þekkir.
Ef íslendingar haga sér sómasamlega í samskiptum við aðrar þjóðir og hætta að styðja hernaðarbrölt NATO með úrsögn í bandalaginu er ekkert sem ógnar öryggi landsins svo heitið geti. A.m.k. ekkert sem sæmilega búin lögregla, landhelgisgæsla og björgunarsveitir ráða ekki við innan skynsemismarka.
Fjármunirnir sem eytt er í þetta varnar- og hernaðarbrölt eru betur komnir í þjónustu við þá sem búa við slæmar aðstæður hér heima, af nógu er að taka í þeim efnum: Aldraðir, öryrkjar, sjúkir og fátækir bíða margir eftir betri kjörum og aðstæðum. Hættum þessu dómadags hernaðarrugli!
Forsætisráðherra segir varnir Íslands tryggðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:16 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Sammála. Engin þörf er á að gera íslenska lofthelgi að æfingasvæði fyrir skandinavískar herþotur. Eftirlit með flutningum á sjó er ekki stundað með F-16 orustuþotum.
Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 08:23
Ég tek undir þetta. Við erum rétt að átta okkur sem sjálfstæð þjóð hvernig það er nú að bera ein ábyrgð á björgunarmálunum og því að hafa ekki her á landinu. Þó að ég sé ekki andstæðingur NATO eða skynsamlegra varnarbandalaga og varnarsamstarfs, var ég farinn að njóta þess að hér væru engar orystuvélar. Þessi "rammasamningur" er algerlega úr takt við umræðuna sem engan veginn hefur fengið að taka flugið. Enn ein mistök ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum.
Svanur Sigurbjörnsson, 27.4.2007 kl. 15:25