Vinsamlegast takið spillingarmálin fyrir!

Það eru einlæg skilaboð mín til fyrrum félaga í Sjálfstæðisflokknum að taka fyrir spillingarmálin sem ráku mig í burtu frá honum:

  • Hindrið kjör Árna Johnsen til Alþingis
  • Dragið Ísland út úr umræðu um stuðning við Íraksstríðið
  • Hindrið að Landsvirkjun og orkufyrirtækin verði einkavædd
  • Sjáið til þess að hætt verði að misnota vald í dómskerfinu
  • Fáið forystuna til að lofa bættu eftirliti með fjárveitingum
  • Samþykkið færslu flugvallarins til að fá út 200 milljarða króna verðmæti til framfara
  • Samþykkið að auka verulega bætur aldraðra og öryrkja upp að mannsæmandi framfærslu
  • Hindrið að fiskveiðiauðlindin verði endanlega gefin útvegsmönnum
  • Óskið eftir leiðréttingu á eftirlaunafrumvarpi þingmanna og ráðherra
  • Óskið eftir því að styrkir til stjórnmálaflokka verði afnumdir, enda gegn lýðræðisþróun og nýliðun í stjórnmálum 

mbl.is Bjartsýni sögð einkenna landsfund Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Haukur! Ég vil bæta við listann þinn.

1. Að við stoppum einkavæðingu á vatnsréttindum í landinu.

2. Að við hindrum að fleiri ófundnar auðlindir verði einkavæddar.

Guðrún Magnea Helgadóttir, 13.4.2007 kl. 16:26

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Vinsamlega bendi þér á nýjasta skandalinn. Nú er borgarstjórnarmeirihlutinn farinn að taka þátt í kosningarbaráttunni með auglýsingum og grænum gæluverkefnum (þó góðra gjalda verð).

Auðun Gíslason, 13.4.2007 kl. 16:41

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Dharma: Flugvöllin á að færa innan borgarmarkanna. Vatnsmýrarsvæðið getur verið allt að 230 milljarða virði. Nýr flugvöllur kostar 20-22 milljarða með öllum frágangi. Fyrir 230 milljarða má gera ýmislegt. Því miður eru til bótaþegar sem misnota kerfið, það má taka á því líka samhliða því að raunverulegir bótaþegar fái viðunandi bætur. Við gætum báðir slysast til að verða bótaþegar Dharma.

Guðrún Magnea: Þú ert með góðar tillögur til viðbótar.

Auðun: Ég hef ekki orðið var við þetta en kynni mér það. 

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 17:23

4 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Hjartanlega og algjörlega sammála þér Haukur með listann ( að frátöldum síðasta liðnum ). Það er einnig mjög mikilvægt að bæta við þessum tveimur liðum frá Guðrúnu Magnea. 

Birgir Guðjónsson, 13.4.2007 kl. 21:10

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Hanna Birna, átt þú þátt í því að þessi sjö atriði fóru í ræðu Ingibjargar?

Haukur Nikulásson, 14.4.2007 kl. 14:55

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 265349

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband