13.4.2007 | 09:41
Óeðlileg afskipti Fréttablaðsins af kosningabaráttunni
Það kom mér stórkostlega á óvart að sjá að ritstjórn Fréttablaðsins sjái ástæðu til að hampa skoðunum Hjörleifs Guttormssonar sem sérstakri "frétt" að Íslandshreyfingin eigi bara að hætta við framboð.
Þetta er freklegt inngrip í kosningabaráttuna af miðli sem hingað til hefur viljað sýna sig sem hlutlausan. Blaðamenn og ritstjórn Fréttablaðsins virðast sumir ætla að missa sig í aðdraganda kosninganna og beita áhrifum sínum með ógeðfelldum hætti.
Mér finnst raunar alltaf jafn ótrúlegt að sumt fólk skuli leyfa sér að hafa svona mikið óþol fyrir því þegar aðrir stofna til nýrra stjórnmálasamtaka af hugsjón. Eins og staðan er nú hafa núverandi þingflokkar nánast með lögleiddum þjófnaði komið í veg fyrir eðlilega nýliðun í stjórnmálum á Íslandi með því að láta greipar sópar með ógeðfelldum hætti úr ríkissjóði.
Það er heldur ekki til að bæta ástandið í þessum efnum þegar miðill eins og Fréttablaðið er líka misnotaður til að kæfa lýðræðið með "fréttum" eins og þessari með ólund Hjörleifs. Svona "frétt" er ætlað að blekkja trúgjarnari hluta kjósenda þessa lands.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 265617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Ég get sagt þér í trúnaði Haukur minn að svona meðhöndlun hefur Frjálslyndi flokkurinn mátt þola alla tíð. Ekki bara hefur verið reynt að þaga okkur í hel, og núna síðast rangtúlka orð okkar og snúa út úr, gera allan flokkin að rasistum, heldur hafa atvinnurekendur hótað fólki brottrekstri ef það fer á lista eða stendur á einhvern hátt opinberlega með flokknum. Þetta er rosalega erfitt og ekki til sóma þessu svokallaða lýðveldi okkar. Þess vegna er ömurlegt að sjá núna sleikjuganginn í stóra ríkisstjórnarflokknum sem allt í einu ætla að gera allt sem þeir gerðu ekki síðastliðin 16 ár sem þeir hafa haft til þess. Og enn eru til kjánar sem trúa og lepja upp þetta blaður sem heilögum sannleika. Hversu langt geta menn eiginlega gengið í sakleysinu ? Ég bara spyr. Þetta er síðasta tilraun til að setja þetta inn. Breytti einu orði. Það getur ef til vill leitt til þess að þetta kemur inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:50
Ásthildur, ég get ekki svarað hér neinu í trúnaði hér (opinber birting á vefsíðum er varla í trúnaði) en get samþykkt margt af því sem þú segir. Í þínum sporum væri ég óánægður með innflytjendaumræðuna eins og Jón Magnússon og Magnús Þór bera hana uppi. Þeir setja þetta allt fram á skynsömum nótum og án þess að hægt sé að bendla þeim við rasisma, en ÞEIR vita að til þeirra koma útlendingahatarar frekar en í nokkurn annan flokk. Þetta er ein lævíslegasta aðferð til atkvæðaveiða og hugsast getur. Í þínum sporum væri ég alveg ráðalaus gagnvart þessu. Ég hefði ekki geð í mér til að róa með þessum hætti.
Sem stendur finnst mér ég vera landlaus í pólitík og ætla bara að sætta mig við það í bili. Mér sýnist ég ekki eiga samleið með neinu sem er í gangi og það verður þá bara svo að vera.
Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 14:12
Þeir hafa reyndar ekki sagt neitt sem getur flokkast undir þjóðernishyggju. Ekki mér vitanlega. Og þau viðbrögð sem hafa orðið við málflutningi frjálslyndra eru óskiljanleg. Í kring um mig er fólk undrandi á þeim hörðu viðbrögðum sem orðið hafa. Kristinn H. kom vel inn á þessa umræðu í dag á fundi hér á Ísafirði, og ég segi bara þegar öll kurl koma til grafar, þá munu þið sjá að ekkert var ofsagt í málflutningi Frjálslyndra. Og það mun ekki koma á óvart að í dag vildu flestir vilja hafa kveðið þessa lilju.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:47