Óeðlileg afskipti Fréttablaðsins af kosningabaráttunni

Það kom mér stórkostlega á óvart að sjá að ritstjórn Fréttablaðsins sjái ástæðu til að hampa skoðunum Hjörleifs Guttormssonar sem sérstakri "frétt" að Íslandshreyfingin eigi bara að hætta við framboð.

Þetta er freklegt inngrip í kosningabaráttuna af miðli sem hingað til hefur viljað sýna sig sem hlutlausan. Blaðamenn og ritstjórn Fréttablaðsins virðast sumir ætla að missa sig í aðdraganda kosninganna og beita áhrifum sínum með ógeðfelldum hætti.

Mér finnst raunar alltaf jafn ótrúlegt að sumt fólk skuli leyfa sér að hafa svona mikið óþol fyrir því þegar aðrir stofna til nýrra stjórnmálasamtaka af hugsjón.  Eins og staðan er nú hafa  núverandi þingflokkar nánast með lögleiddum þjófnaði komið í veg fyrir eðlilega nýliðun í stjórnmálum á Íslandi með því að láta greipar sópar með ógeðfelldum hætti úr ríkissjóði. 

Það er heldur ekki til að bæta ástandið í þessum efnum þegar miðill eins og Fréttablaðið er líka misnotaður til að kæfa lýðræðið með "fréttum" eins og þessari með ólund Hjörleifs. Svona "frétt" er ætlað að blekkja trúgjarnari hluta kjósenda þessa lands.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get sagt þér í trúnaði Haukur minn að svona meðhöndlun hefur Frjálslyndi flokkurinn mátt þola alla tíð. Ekki bara hefur verið reynt að þaga okkur í hel, og núna síðast rangtúlka orð okkar og snúa út úr, gera allan flokkin að rasistum, heldur hafa atvinnurekendur hótað fólki brottrekstri ef það fer á lista eða stendur á einhvern hátt opinberlega með flokknum. Þetta er rosalega erfitt og ekki til sóma þessu svokallaða lýðveldi okkar. Þess vegna er ömurlegt að sjá núna sleikjuganginn í stóra ríkisstjórnarflokknum sem allt í einu ætla að gera allt sem þeir gerðu ekki síðastliðin 16 ár sem þeir hafa haft til þess. Og enn eru til kjánar sem trúa og lepja upp þetta blaður sem heilögum sannleika. Hversu langt geta menn eiginlega gengið í sakleysinu ? Ég bara spyr.   Þetta er síðasta tilraun til að setja þetta inn. Breytti einu orði.  Það getur ef til vill leitt til þess að þetta kemur inn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.4.2007 kl. 13:50

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ásthildur, ég get ekki svarað hér neinu í trúnaði hér (opinber birting á vefsíðum er varla í trúnaði) en get samþykkt margt af því sem þú segir. Í þínum sporum væri ég óánægður með innflytjendaumræðuna eins og Jón Magnússon og Magnús Þór bera hana uppi. Þeir setja þetta allt fram á skynsömum nótum og án þess að hægt sé að bendla þeim við rasisma, en ÞEIR vita að til þeirra koma útlendingahatarar frekar en í nokkurn annan flokk. Þetta er ein lævíslegasta aðferð til atkvæðaveiða og hugsast getur. Í þínum sporum væri ég alveg ráðalaus gagnvart þessu. Ég hefði ekki geð í mér til að róa með þessum hætti.

Sem stendur finnst mér ég vera landlaus í pólitík og ætla bara að sætta mig við það í bili. Mér sýnist ég ekki eiga samleið með neinu sem er í gangi og það verður þá bara svo að vera. 

Haukur Nikulásson, 13.4.2007 kl. 14:12

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þeir hafa reyndar ekki sagt neitt sem getur flokkast undir þjóðernishyggju.  Ekki mér vitanlega. Og þau viðbrögð sem hafa orðið við málflutningi frjálslyndra eru óskiljanleg.  Í kring um mig er fólk undrandi á þeim hörðu viðbrögðum sem orðið hafa. Kristinn H. kom vel inn á þessa umræðu í dag á fundi hér á Ísafirði, og ég segi bara þegar öll kurl koma til grafar, þá munu þið sjá að ekkert var ofsagt í málflutningi Frjálslyndra.  Og það mun ekki koma á óvart að í dag vildu flestir vilja hafa kveðið þessa lilju. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2007 kl. 02:47

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 265617

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband