Bandaríkjamenn halda áfram að ögra heimsfriði sem fulltrúi "alþjóðasamfélagsins"

Oft hefur verið sagt að ekki sé rétt að kasta grjóti úr glerhúsi.

Það sem einum er leyft er öðrum bannað. Bandaríkjamenn, Rússar, Bretar, Frakkar, Pakistanar, Indverjar og trúlega Ísraelsmenn ráða allir yfir kjarnavopnum. Þessum vopnum þarf öllum að eyða til að við getum verið róleg. Á meðan þessi vopn eru til ógna þau tilveru okkar.

Það er hins vegar ekki trúlegt að þjóð, sem er ein allra sek um að nota þessi vopn á almenna borgara, skuli hóta öðrum sem eru þó fyrst og fremst að koma upp orkuframleiðslu. Áróðurinn sem bandaríkjamenn beita þessa daga er óhuggulega skyldur þeim ögrunum sem nasistarnir beittu gagnvart pólverjum við upphaf seinni heimsstyrjaldarinnar. 


mbl.is Bandaríkin bregðast ókvæða við kjarnorkuyfirlýsingu Írana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það kemur kannski til af því að lýðræðislega kjörinn forseti Írans hefur sagt að það sé á stefnuskrá hans að eyða vissu nágrannaríki sínu, sem og hefur komið fram að Íran hefur útvegað hryðjuverkasamtökum eldflaugar og önnur vopn.

En samt skrýtið, þar sem kjarnorka er jú að mörgu leyti veglegri kostur til orkuramleiðslu en kol, gas eða olia.

Ingvar Valgeirsson, 10.4.2007 kl. 08:37

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þú þarft ekki að fara langt eftir hótunum foringja hins frjálsa heims sem talaði um "öxulveldi hins illa". Það sem er vont í þessu eru þessar sífelldu gagnkvæmu ögranir sem á endanum geta farið úr böndum. Bush er raunveruleg ógn við Írani, hann er jú BÚINN að taka Írak.

Haukur Nikulásson, 10.4.2007 kl. 08:52

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samlíking hjá þér með glerhúsið.  Og þarna er ég alveg sammála þér, hræsnin ríður ekki við einteyming. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.4.2007 kl. 11:18

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband