2.4.2007 | 15:01
Kaupið varlega í útlöndum - Reynslusaga frá Tenerife
Nú er maður kominn heim úr 10 daga ferð til Tenerife, sem var skemmtileg, nærandi og eftirminnileg.
Einnig fékk maður ókeypis námskeið. Námskeiðið var í verslun. Nokkuð sem ég hélt að ég væri sérfræðingur í, en fékk samt óvænta skólun sem ég ætla að lýsa fyrir ykkur. Kannski getið þið nýtt þessa reynslu til að forðast óprúttna sölumenn á sólarströndum.
Þegar rölt er um ströndina á Playa de Americas eru búðirnar og veitingahúsin að skipta með sér athygli þinni. Sölumenn bæði veitingahúsa sem verslana standa á gangstígnum og reyna að draga þig inn. Harðastir allra eru indverjarnir með raftækjabúðirnar. Sem tækjadellukall leyfði ég mér að skoða stafrænar videotökuvélar og í augnabliks andvaraleysi var ég teymdur inn í eina slíka búð. Tilboðið hljómaði mjög vel 180 fyrir Sony DCR-SR40 videotökuvél (listaverð nálægt $990 vissi ég síðar). Ég vissi reyndar ekki hvað væri eðlilegt verð en uppsöfnuð vitneskja sagði mér að þetta væri þess virði að skoða. Um leið og ég ætlaði að ganga frá kaupunum hóf sölumaðurinn að sýna mér aðrar "nýjar" vélar og var sérstaklega umhugað að fá mig til að kaupa glænýtt módel af minni og handhægari vél með hærri pixlafjölda. Pixlafjöldinn væri jú aðalatriðið við kaup á slíkri vél (það er reyndar bara eitt af mörgum atriðum sem menn athuga). Hann tengdi vélarnar við sjónvarp og það fór ekki á milli mála að myndin á sjónvarpsskjánum var "nýju" vélinni í hag (hann hagræddi bara birtustigi til að villa um). Brátt voru þeir orðnir tveir að ólmast við að fá mig til að kaupa þessa nýju vél í stað Sony vélarinnar og beittu ýmsum brögðum eins og þeim að reyna að sannfæra mig um að konan myndi örugglega vilja handleika minni og flottar vél, hvort ég ætlaði virkilega að kaupa eitthvað sem konunni líkaði ekki, hvort ég ætlaði ekki að kaupa HD ready tökuvél og fleira sem var farið að hljóma eins og að verið væri að tefja fyrir því að ég keypti vélina sem ég var að skoða. Að endingu var þrefið við þá um verð á "nýju" vélinni farið að fara í taugarnar á mér og um það bil sem ég var að gefa eftir í baráttunni við þessa tvo útsmognu sölumenn kíkti ég á nafn framleiðandans og sá að það var ekkert sem var þekkt í þessum bransa: Sharpixel. Þegar ég benti þeim á að þetta væri óþekktur framleiðandi fullyrtu þeir að þetta væri Sharp. Ég sagðist ekki treysta þessu og vildi ganga frá upphaflegum kaupum, en þá drógu þeir skyndilega í land og sögðu að vélin væri ekki til og þeir yrðu að halda "sýningareintakinu" hjá sér. Það yrði að panta hana og það tæki nokkra daga. Ég ákvað þá að hætta við og fór eftir að við höfðum rifið VISA miða sem átti bara eftir að strauja. Sem sagt engin viðskipti fóru fram.
Þegar ég sagði öðrum frá þessu var mér bent á að ég hefði verið hársbreidd frá því að kaupa ódýra MP4 tökuvél á fjórföldu verði. Ég hefði aldrei verið látinn fá Sony vélina, hún væri bara beita til að plata þig inn til að kaupa ónýtt dót á uppsprengdu verði.
Það hafa margir gert góð kaup í vélum á Kanaríeyjum. En miðað við mína reynslu þá hafa örugglega margir verið teknir í görnina með plati af því tagi sem reynt var á mér. Yfirleitt skammast menn sín fyrir að hafa verið plataðir og þegja þess vegna yfir því.
Sem betur fer slapp ég með skrekkinn, fylgist samt vandlega með því að ekki komi skrýtin VISA færsla frá þessum náungum því þeir skrifuðu hjá sér VISA númerið og fengu undirskriftarsýnishorn að sögn vegna ábyrgðarmála. Eftir að heim kom sá ég að upplýsingar sem Sumarferðir höfðu dreift (og ég EKKI lesið) bentu á þessar aðferðir óprúttinna kaupmanna. Þeir eru ótrúlega þolinmóðir að veiða þig í netið sitt og skjalla þig upp úr skónum á meðan.
Ég vil því nota þetta tækifæri og benda fólki á að kaupa þessi tæki af þekkingu og vita hvað þau kosta áður en farið er, helst alveg niður á módelnúmer viðkomandi tækis og kaupa bara frá framleiðendum sem eru þekktir. Notið ekki kreditkort, heldur einungis reiðufé.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson