Viltu vera mamman mín?

Setjið ykkur í spor munaðarlausa barnsins með sultardropann í nefinu sem mænir á vel klædda sjálfsörugga konu og segir "Viltu vera mamman mín"?

Þessi mynd kom upp í hugann þegar ég fór að velta fyrir mér af hverju svo margir íslendingar vilji ganga í Evrópusambandið. Ég fæst ekki með nokkru móti til að skilja þetta í ljósi þeirrar stöðu að við eigum að vera nú orðið ein ríkasta þjóð í heimi (miðað við fræga höfðatölu) og aðeins norðmenn séu okkur ríkari á þessu heimssvæði. Eru norðmenn í ESB? Nei, en þeir eiga olíu sem við eigum ekki og hafa safnað afrakstri olíuvinnslunnar í mikla sjóði.

Hvers vegna skyldu íslendingar þá vilja í ESB? Eftir því sem ég fæ best séð þá eru einhverjir með væntingar um að með aðild fáum við lægra matarverð. Samt hefur enginn getað skýrt út fyrir mér með hvaða hætti ESB lækkar matarverð með aðferðum sem við getum ekki framkvæmt upp á eigin spýtur.

Sumir segja að vextir lækki. Hvernig? Vextir lækka ekki með tilskipun frá ESB. Hvernig lækka þá vextir? ESB skipar ekki erlendum bönkum að hefja samkeppni við þá íslensku eða hvað?

Henda krónunni og taka upp Euro (má ekki kalla annað skv. tilskipun ESB). Það bannar okkur enginn að nota Euro ef okkur sýnist svo. Krónan hefur samt aldrei staðið sig betur á minn lífsfæddri ævi. Aldrei voru svona háværar raddir um að leggja krónuna þegar hún var áratugum saman í frjálsu gengisfalli. Menn skúruðu bara af henni nokkur núll til að snyrta hana til og héldu bara áfram.

Lög ESB eru hvort eð að stórum hluta í gildi hér vegna EES samningsins. Só! Er ekki allt í lagi að nota góð lög og hugmyndir ef það gagnast okkur. Þurfum við að afsala okkur sjálfstæðinu til þess?  Það er ekki höfundarréttur á lögum þannig að okkur er frjálst að nota þær góðu hugmyndir sem útlendingar fá, jafnvel þó þær komi frá ESB. Samt ber okkur ekki skylda til að ganga í ESB.

Það eru veruleg efnahagsleg hættumerki framundan hjá íslenskri þjóð. Í kjölfar sölu bankanna hefur einkaneysla farið úr öllu hófi og skýrist best á ævintýralegri hækkun fasteigna sem hækka aðallega vegna aukins lánaframboðs. Það er veruleg hætta á að við töpum sjálfstæði okkar ef við einkavæðum að fullu fiskimið og orkufyrirtækin. Um leið og einkavæðing hefur átt sér stað er ekkert sem hindrar að við missum þessar þjóðarauðlindir í hendur útlendinga. Við getum meira að segja búist við því að álrisarnir eignist orkuverin okkar. Er það framtíðarsýn fyrir þig?

Ég fullyrði að þá verðum við mun verr sett en nú.

Ég vil ekki ESB sem nýju mömmuna mína. En það er opið fyrir athugasemdir, líka fyrir þá sem vilja aðild. Mér greinilega veitir ekkert af duglegri innrætingu frá þeim miðað við andstöðu mína!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ja, sko, það er gaman að því að ég er yfirleitt annaðhvort alveg hróplega ósammála eða alveg sammála því sem þú segir. Nú er ég alveg sammála. Við eigum ekkert erindi í þetta þjóðafangelsi og bjúrókratabákn sem ESB er. Eins finnst mér jaðra við landráð að vilja taka upp evru (sem ég kem aldrei til með að kalla júró).

Ég vil miklu frekar að Angelina Jolie verði mamma okkar, hún er í ættleiðingastuði þessa dagana.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef heyrt þær raddir hér í dreyfbýlinu að menn vona að þeim verði betur borgið undir merkjum Evrópusambandsins, þar sem eru búsetustyrkir.  Þetta er sennilega fyrst og fremst vantrú á íslensku stjórnuninni.  Ég veit ekki sjálf hvað skal halda.  Er reyndar beggja blands.  En ég vil þá fá að sjá eitthvað haldbært um að við séum betur komin í ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2007 kl. 12:02

3 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

En eru búsetustyrkir endilega lausnin? Bendi líka á að í dag fá t.d. bændur litlar seytján þúsund milljónir árlega í styrki, greidda með skattfé okkar hinna. Auk þess eru opinber störf flutt út á land, bara til þess eins að flytja þau út á land, en ekki af því það sé hagkvæmt.

Besti búsetustyrkur sem mér dettur í hug í andartakinu er álver við Húsavík.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 13:35

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Kristinn Pétursson er óþreytandi við að benda okkur á að strandbyggðir landsins þurfi að fá AFTUR veiðiheimildir svo hægt sé að halda þar byggð. Við hljótum að vera sammála um að halda út byggð á landinu þó okkur greini kannski á um hversu þétt eða óþétt húni megi vera. Þótt okkur flatrössunum þyki það kannski skrýtið þá er til fólk úti á landi sem vill vinna við fiskverkun og verðmætasköpun tengda sjávarútvegi.

Ásthildur, sem betur fer eru sum störf orðin þannig að hægt er að vinna þau í gegnum netið og því skipti búseta litlu þar um. En samt er það bara lausn á hluta þeirra vandamála sem þar eru. 

Ingvar, það verður fróðlegt að sjá hversu mörg atkvæði Ómar og félagar fá hjá Húsvíkingum í næstu kosningum. Ég get sem best trúað að þau eigi erfitt með að manna framboðslista í Norðausturkjördæmi miðað við algera höfnun á álveri á Húsavík. Þó ég sé hlynntur því að bíða með frekari álver get ég ekki séð að hægt sé að láta landsbyggðina deyja drottni sínum á meðan fundin eru ný atvinnutækifæri fyrir íbúana. Hugsjónirnar eru góðar og gildar en fylla ekki grautarskálina.

Haukur Nikulásson, 19.3.2007 kl. 15:57

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, það er rétt að ekki er hægt að næra familíuna á hugsjónum einum saman. Margt hefur verið reynt á Húsavík og það ágæta fólk sem þar býr á skilið varanlegri lausn en timburvinnslu, sem fer á hausinn hraðar en meðal minnkabú, og fáránlegar hugmyndir um krókódílaeldi. Margt hefur verið rætt og/eða reynt, en sama hvað fólk er á móti stóriðju þá virðist sem svo að hún sé það eina sem getur bjargað atvinnumálunum á þessu svæði. Ég eyddi talsverðum tíma á Húsavík hér í denn og sá hvernig atvinnuleysið fór illa með margt gott fólk - það á miklu betra skilið.

Ingvar Valgeirsson, 19.3.2007 kl. 17:43

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband