Mótmælum í næstu kosningum

Ég hef aldrei fílað mótmæli á götum. Hef alltaf einhvern vegin litið svo að mótmælagöngur séu bara fyrir fýlupúka og óánægjulið í einhverju bölvuðu þunglyndiskasti og ólund.  Oft fannst mér líka að ástæðurnar fyrir mótmælunum fyrir litlar sem engar og fólk væri bara að koma sér upp tilefni til að koma saman to tsjilla.

Íraksstríðið er annað mál. Ég skal hafa mikla samúð með mótmælagöngum. Ég held samt að bestu mótmælin gegn þessu óláns- og hörmungarstríði er að kjósa ekki Sjálla og Frammara í næstu kosningum. Þó svo að formenn þessara flokka hafa hrökklast útúr pólitíkinni (kannski sumpart vegna þessa máls) þá eru samflokksmenn þeirra samábyrgir þar sem þeir lyftu ekki litlafingri í mómælaskyni við þennan dómgreindarbrest foringjanna og sýndu að þeir kunnu bara eitt í pólitíkinni: Að hlýða foringjanum skilyrðislaust án þess að mögla!

Í næstu kosningum getur fólk sýnt vilja sinn í verki og mótmælt með atkvæði sínu. 


mbl.is Búist við fjölmennum mótmælum gegn Íraksstríði í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

En eins og þú bendir á eru formenn flokkanna, sem samþykktu innrásina, farnir frá - á þá samt að kjósa eitthvað annað, sem menn eru jafnvel minna sáttir við? Kjósa yfir sig forræðishyggju VG, algert stefnuleysi Samfó eða taumlaust ruglið í hinum sívælandi Frjálslyndum? Frekar skila ég auðu ellegar sit heima.

Ingvar Valgeirsson, 18.3.2007 kl. 14:49

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband