Ætlar þjóðin að afsala sér öllum rétti til fisks á Íslandsmiðum?

Þvættingurinn á milli stjórnarflokkanna um auðlindaákvæðið sýndi um stund þá ógeðfelldu hlið sem birtist í viðtali við einn forkólfa LÍÚ í húsakynnum Alþingis. Hún er sem sé sú að hann stóð keikur fyrir framan myndavélarnar og sagði blákalt að þeir "ættu" fiskikvótana og það þýddi lítið að eiga við þetta úr þessu. Allar tilraunir í þá veru væru dæmdar til að mistakast.

Þetta er ögrun svo vægt sé til orða tekið.

Hvenær ætlar fólk að vakna? Á maður að trúa því að óreyndu að almenningur í þessu landi ætli að láta skósveina LÍÚ á Alþingi og í ríkisstjórn að komast upp með þetta? Þessu verður ekki forðað nema að senda mönnum skilaboð með því að kjósa ekki áframhaldandi einkavinavæðingu. Það þýðir einfaldlega að gefa Sjálfstæðismönnum og Framsóknarmönnum kærkomið frí frá stjórnarþátttöku.

Áframhaldandi einkavinavæðing er síðan Landsvirkjun og önnur orkufyrirtæki. Í guðanna bænum, fólk, farið að hugsa! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sæll Haukur og takk fyrir gott boð um bloggvináttu. Þegið með þökkum. Mér fannst einnig frekar dæmalaust að hlusta á LÍÚ forkólfinn. Við verðum að breyta um stjórn!

Ingi Geir Hreinsson, 17.3.2007 kl. 11:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hvenær vaknar þjóðin !

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.3.2007 kl. 19:51

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband