Eyðsluhagvöxtur fjármagnaður með erlendum sambankalánum

Það þarf líklega ekki að þegja um þetta lengur. Ef Fitch hefur komið auga á þetta hljóta aðrir að mega tjá sig.

Það virðist sem sífellt fleiri sjái að hagvöxtur íslendinga að mestu fenginn úr eyðsluæði en ekki meiri framleiðni. Eftir að bankarnir voru seldir hófu þeir fljótlega samkeppni við íbúðalánasjóð. Lækkuðu vexti og tóku stórfelld erlend sambankalán til að fjármagna stórauknar íbúðalánveitingar. Húseignir hækkuðu síðan verulega í verði vegna hins aukna framboðs á húsnæðislánum sem fóru allt upp í 100% hlutfall, sem reyndar hefur lækkað síðan. Það má síðan hver spyrja sig hvort ekki sé freistandi að eignast eigið húsnæði með lítilli sem engri útborgun? Bara skrifa nafnið sitt.

Vegna lægri greiðslubyrðar vegna skuldbreytinga á lánum og aukins yfirdráttar hefur almenningur líka aukið daglega eyðslu sína verulega og þetta eykur mælda hagvöxtinn.  Hagvaxtartölur úr munni stjórnmálamanna eru því ekki endilega bara vísbending um hagsæld, heldur almenna eyðslu og óráðsíu. 


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat ríkissjóðs Íslands í A+/AA+
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Og annað, hvernig endar þetta hjá fólki sem kanski lítil launin hafa en er búið að skrifa nafnið sitt undir á kannski 100% láni fyrir 25 milljón króna eign, hversu lengi endist það að greyða af þessum lánum? hvenar fara húseignir að hrinja á uppboð? ekki þar fyrir að það hafa aldrei verið eins margar eignir á uppboði eins og undanfarna mánuði skilst mér.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 23:07

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband