Okur í matarverði íslendingum sjálfum að kenna

Margir kvarta yfir því að matarverð á Íslandi sé hreint okur. Ég get tekið undir það, sérstaklega með verð á landbúnaðarafurðum. Ástæðan er að meginstofni verndartollar, vörugjöld og innflutningsbönn. Þessar sértæku aðgerðir á landbúnaðarvörur eru til að tryggja einokun íslenskra bænda á framleiðslu og sölu á þessum vörum.

Hvað er til ráða? Margir, sérstaklega innan Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins telja inngöngu í ESB vera lausnina, vegna þess að við íslendingar séum ekki færir um að fella niður þessa verndartolla, vörugjöld og bönn án tilskipunar frá Evrópusambandinu í Brussel. Þetta er er rangt. Við getum gert þetta algerlega sjálf og einhliða án nokkurra afskipta ESB, allt annað er niðurlægjandi aumingjastimpill sem ESB-sinnar vilja setja á þjóðina.

Tilskipanir frá ESB munu ekki tryggja okkur lægra matarverð, lægri vexti, ódýrari hús og bíla og annað. Þetta getum við gert sjálf og þurfum ekki aftur að fara í þann farveg að verða aftur útnáranýlenda meginlands Evrópu. Ég hef reyndar grun um að ESB vilji með efnahagslegum þvingunum neyða okkur til inngöngu til að stækka áhrifasvæði sitt. Mér óar við þeim málflutningi sem hvetur til þess að íslendingar tapi sjálfstæði sínu aðeins 62 árum eftir að við fengum það. Við inngöngu í ESB yrðum við skattlagðir frekar til að bæta kjör hinna vanþróaðri og fátækari Evrópuríkja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Sammála flestu sem hér kemur fram Haukur, en ekki viss um þvinganir EU. Hélt reyndar að við hefðum fengið sjálfstæði 1918 en gott og vel.

Ólafur Als, 15.3.2007 kl. 14:08

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Við fengum stjórnarskrá 1874, heimastjórn 1904, fullveldi 1918 og fullt sjálfstæði 1944 ef ég man þetta rétt.

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 14:14

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þetta með ESB grunar mig að sé einmitt hárrétt hjá þér, varðandi matvöruverðið þá má segja að maður finnur sérstaklega fyrir verðinu þegar maður er að versla íslenska lambakjötið.

Sigfús Sigurþórsson., 15.3.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Ólafur Als

Ef til vill hártogun en í mínum huga er fullveldi sama og sjálfstæði, þrátt fyrir að Danir sinntu ýmsum málaflokkum eftir 1918 og danskur konungur væri okkar þjóðhöfðingi. 1944 kenni ég alla jafna við lýðveldistöku en vissulega fengum við þá FULLT sjálfstæði. Eftir stendur, að það er í okkar eigin höndum að taka á ýmsu er varðar dýrtíð heima, eins og þú bendir réttilega á.

Ólafur Als, 15.3.2007 kl. 14:29

5 Smámynd: Haukur Nikulásson

Afkoma bænda er eini þröskuldurinn hér. Afnám verndartolla, vörugjöld og bönn eru til að verja þá lélegu afkomu sem þeir þó hafa. Að auki eru teknir 16 milljarðar á ári til að niðurgreiða vörurnar þeirra sem SAMT eru af almenningi hreint okur á þjóðinni í heild sinni.

það verður að bjarga bæði bændum og þjóðinni frá þessum stöðuga vítahring. Kjördæmaskipan sem tekur mið af þjóðarhagsmunum (landið eitt kjördæmi) verður að taka við staðbundnum hagsmunum (8 kjördæmi) til að breytingar verði mögulegar. Við erum með sveitarstjórnir og bæjarfélög til að sjá um staðbundna hagsmuni þess vegna er núverandi kjördæmaskipan tímaskekkja.   

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 14:39

6 Smámynd: Svartinaggur

Minn söguskilningur er sá að með fullveldi 1918 fengum við í raun fullt sjálfstæði (þrátt fyrir að deila kóngi með Dönum), en árið 1944 mætti frekar kenna við stofnun lýðveldis frekar en að tala um sjálfstæði sem slíkt í því sambandi. Sjálfsagt geta mér fróðari menn bent mér á að ég sé eitthvað að misskilja hlutina.

Svartinaggur, 15.3.2007 kl. 14:43

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt /hefði ekki getað orðað þetta betur!!!/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 15.3.2007 kl. 14:45

8 Smámynd: Svartinaggur

Ég gleymdi að nefna aðalatriðið í athugasemd minni. Fyrir utan að vera sammála því sem kemur fram í grein málshefjanda, að þá getur samstaða seint talist aðalsmerki Íslendinga. Þjóðin hefur allta tíð látið valta yfir sig með okurverðlagi og skattpíningum.

Svartinaggur, 15.3.2007 kl. 14:47

9 Smámynd: Haukur Nikulásson

Fullveldi eða Sjálfstæði? Skoðið Wikipedia um það.

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 15:18

10 Smámynd: Svartinaggur

Jú jú, þar stendur þetta svart á hvítu (reyndar með smá bláu og rauðu ívafi). Þrátt fyrir engar heimildir í greininni er varla ástæða til annars en taka þetta gott og gilt sem vitneskju fróðari aðila.

Svartinaggur, 15.3.2007 kl. 15:47

11 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Ég er nú hræddur um að þetta sé ekki svona einfalt. Landbúnaður var byggður upp í framleiðslugetu sem var nægjanlega öflug til að fæða þjóðina á þeim árum sem við höfðum ekki efni á að flytja inn mat.

Nú eigum við peninga, í augnablikinu og getum keypt inn mat erlendis frá.

Mér er ómögulegt að skilja af hverju fólk vill afnema íslenskan landbúnað fyrir meintar krónur sem eiga að fara í vasann, eða kannski frekar að það sé peningur sem ekki fer úr vasanum.

Þetta er nú ekki alveg nógu vel út hugsað.

Í fyrsta lagi, hvað varðar styrki til landbúnaðar, þá skapar landbúnaðurinn meiri pening en þetta í tekjur til ríkissjóðs og þá eru ekki meðtaldar tekjur til sveitafélagana í formi útsvars. Þannig að ekkert af sköttunum þínum fer í styrki til landbúnaðar, greinin borgar þetta sjálf og að mestu leiti í formi virðisauka af landinu okkar. (ekki tekjuskattur bænda og starfsfólk í afurðavinnslu)

Ef þú ætlar að lækka matarverð með því að fella niður tolla, vörugjöld og annað það sem gerir íslenskum landbúnaði mögulegt að selja afurðir sínar, þá verður þú að gera þér grein fyrir að við það verða 10.000 manns atvinnulausir. (það þarf 20 álver til að veita þeim störf). Hvað kostar það samfélagið ef allt þetta fólk verður að flytja til Reykjavíkur í leit að vinnu?

Svo getur veröldin breyst, t.d. gæti orðið uppskerubrestur í Argentínu, Nýja Sjálandi, Evrópu eða Bandaríkjunum, en uppskerubrestur á einhverri af megi stoðum landbúnaðarframleiðslunar yrði þess valdandi að þau ríki sem framleiða landbúnaðarafurðir til útflutnings, myndu banna útfluting. Þá sætum við í þeim sporum að þurfa að borða þorsk og ýsu í öll mál. Eða kaupa mat á slíku okur verði að núverandi verð væri bara aurar í samanburði.

Þá máttu heldur ekki gleyma þeim áhrifum á vöruskiptahallan við útlönd, en hann myndi aukast verulega ef þú ætlar að flytja inn matinn ofan í þjóðina, nægur er nú hallinn fyrir. Hvar ætlar þú að fá útflutningstekjur á móti? Byggja 20 álver og manna þau með bændum? Prenta peninga? Selja meiri fisk?

Við verðum nefnilega að flytja út vörur og selja í stað þeirra sem við flytjum inn. Ef það er ekki gert (eins og gerst hefur undanfarið) þá verðum við að fá lánaða peninga erlendis. Þegar við erum búin að skuldsetja okkur í botn erlendis, þá hættum við að fá gjaldeyri til að flytja inn vörur. Engin olía, bílar, byggingarefni og svo framvegis. Ekki heldur matur.

Íslensk landbúnaðarframleiðsla er ekki bara gamall arfur úr fortíðinni, heldur megin stoð undir sjálfstæði þjóðarinnar. Sjálfstæði sem þú og fleiri viljið spila með í spilavíti heimsmarkaðar, þar sem hægt er að tapa aleigunni á einni nóttu.

Hvað gerir þú ef þú færð engan mat?

Júlíus Sigurþórsson, 15.3.2007 kl. 16:43

12 Smámynd: Haukur Nikulásson

Júlíus, þú ert alveg með púlsinn á þessu. Ég sagði aldrei að þetta væri auðvelt mál, enda kallaði ég þetta "vítahring". Með þessum sömu rökum og skilningi hlýturðu að sjá að ESB aðild lagfærir ekki þetta heimatilbúna vandamál. Úr því við erum meðvitaðir um vandamálið, hver er þá lausnin?

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 17:09

13 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Engar drastískar ákvarðanir, góðir hlutir gerast hægt.

Það sem þarf að gera er að halda áfram þeirri þróun sem verið hefur í kjöt og mjólkurframleiðslunni, þar sem styrkir snúast orðið meira um gæði en magn, að bændum sé gert mögulegt að kaupa sjálfvirkni og stækka við bú sín. Nýliðun hefur lengi verið minni en þeir sem hætta og því fækkar bændum.

Stærri og fullkomnari einingar koma til með að lækka verðið þegar fram líða stundir, en það er ekki hægt að fjármagna það í einu láni og því verður að leifa þeirri þróun að halda áfram sem verið hefur.

Eftir 10 - 15 ár, munum við sjá stærri og sérhæfðari bú, þar sem meira hlutfall fóðurs er heimaaflað, sérstaklega í mjólkur og nautakjötsframleiðslunni. Einnig verða sauðfjárbú að stækka verulega, en í dag er 300 - 350 kindur algeng stærð. Það þyrfti að vera 1500 - 2000 kindur á fjölskyldu. Eins eru kúabúin að stækka, en lengi þótti stórt og gott bú með 25 - 30 kýr mjólkandi og hafði það ofan fyrir heilli fjölskyldu. Í dag er 50 - 60 kýr í fjósi algeng stærð, en þyrfti að fara í 120 -150 kýr á fjölskyldu.

Þegar þessum einingum er náð (án þess að skuldsetja allt í botn) þá förum við að sjá lægra verð frá bændum.

Samt er eitt sem við getum gert í dag, það er að stöðva uppkaup auðmanna á bújörðum undir hestaleikföng og sumarhús. Jarðir sem eru skilgreindar sem bújarðir, eiga að vera bújarðir áfram. Vissulega má greiða bændum sem eru að hætta viðunandi verð fyrir jarðir sínar, en þau verð sem eru í gangi í dag eru komin langt út fyrir öll velsæmismörk.

Hver vill og getur keypt bújörð sem gefur 6 milljóna hagnað á ári (með launum) á 200 milljónir? Þetta er ekki nema gott kaup fyrir tvær manneskjur sem vinna 7 daga vikunar. En svona er dæmið með miðlungs kúabú.

Júlíus Sigurþórsson, 15.3.2007 kl. 17:29

14 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það er rétt hjá þér að lausnin sé ákveðin, skipulögð sameining og stækkun bújarða. Nota niðurgreiðslurnar frekar sem hvata í þá átt. Hugsanlega mætti ná verulegum árangri á 4-5 árum ef skipulega er unnið. Ég hef ekki þolinmæði með þér í 10-15 ár, því miður, hlutirnir verða að gerast fyrr. Ef ég væri sjálfur bóndi myndi ég ekki vilja vera í þessu fátæktarvíti of lengi án möguleika á lausn.

Enginn þjóðfélagshópur getur gert endalaust þessa kröfu um svona atvinnuvernd á kostnað annarra skattgreiðenda. Við eigum kröfu á að fá að flytja inn landbúnaðarvörur eins og aðrar án þessara hindrana í ofurverndartollum, vörugjöldum og innflutningsbönnum. Þetta er löngu orðin tímaskekkja. En ég er sammála þér að það þarf að gera þetta án fjárhagslegra blóðsúthellinga.

Haukur Nikulásson, 15.3.2007 kl. 17:59

15 Smámynd: Ólafur Als

Forvitnileg og um margt ágæt umræða um landbúnaðarmál. Verð þó að koma því að, að all margir kúabændur búa við prýðilega afkomu og jafnvel einstaka sauðfjárbóndi. Skógræktarverkefnin hafa og hjálpað víða. Þekki þetta vel eftir að hafa komið að búreikningum hjá Hagþjónustu landbúnaðarins fyrir nokkrum árum. Innbyrðis tregða og lítill pólitískur vilji, þrátt fyrir stór orð sumra, hefur ekki flýtt fyrir hagræðingu sem þyrfti að ganga hraðar fyrir sig. Öðrum kosti er hætta á að stóraukinn aðgangur landbúnaðarvara erlendis frá, sem vissulega mun koma, valdi því að hefðbundin landbúnaðarframleiðsla hrynji innan frá.

Ólafur Als, 15.3.2007 kl. 18:38

16 Smámynd: Svartinaggur

Það má nú ekki gleyma ferðaþjónustunni, en það er góð aukabúgrein sem býður upp á endalausa möguleika og ætti að geta dregið úr áföllum í hefðbundum búgreinum.

Svartinaggur, 15.3.2007 kl. 19:28

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband