Andstaða við kvótakerfið breytir ekki atkvæðaseðlum skv. þessu

Ef 70% þjóðarinnar eru andstæð kvótakerfinu þá er deginum ljósara að fólk er ekki að láta afstöðu til kvótakerfisins hafa raunveruleg áhrif á það hvað það kýs.

Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin styðja öll í reynd kvótakerfið og þetta eru flokkar með hátt í 70% fylgi landsmanna skv. könnunum.

Það sem ræður því hvernig fólk kýs er heildarmynd flokka og fólkið sem þar býðst fremur en afstaða til einstakra mála. Kvótamálið virðist þannig eitt af þeim sem kjósendur umbera að vera á móti gagnvart flokknum sínum. Því er nú ver! 


mbl.is Rúm 70% andvíg kvótakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

Er það ekki líka þannig að kvótakerfið er búið að valda megninu af skaðanum sem það getur, þ.e. að skaðinn er að mestu leiti skeður og fólki virðist ekki vera eins umhugað um sjávarútveginn og áður. Enda er hann nú þegar kominn í svo fáar hendur og þeir sem græddu mest eru sloppnir með það. Ég mun allavega ekki láta þetta hafa úrslitaáhrif á það hvað ég kýs, en finnst þó þetta Auðlindamál frekar skrýtið mál. Hrædd um að þetta sé eins og haft var eftir einhverjum sem ég man ekki hver er, ...eins og að setja í Stjórnarskrána að það eigi alltaf að vera gott veður.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 08:35

2 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Ef allt fer á vesrta veg ,þá eru þær hörmungar sem við höfum þegar séð aðeins toppurinn á ísjakanum.

Georg Eiður Arnarson, 13.3.2007 kl. 08:52

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þegar kvótakerfið var sett vissum við ekki að margir fiskistofnar eru stðbundnir.  (DNA Rannsóknir Dr. Gurúnar Marteinsdóttur)

Það eri rétt hjá Jóhönnu að kvótakerfið er búið að valda miklum skaða en við erum því miður ekki búin að bíta úr nálinni með það enn. Enn fara fiskistofnarnir minnkandi. Enn aukast skuldir sjávarútvegsins. Enn frestast að nýliðun geti átt sér stað í sjávarútvegi. Enn eru blómleg byggðalög við auðug fiskimið að fara í eyði. Enn eru leiguliðar að kreista blóðið undan nöglunum. 

"Betri er hálfur skaði en allur." 

Sigurður Þórðarson, 13.3.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

já, ég vona að þið hafið ekki skilið mig eins og ég hafi verið að mæla kvótakerfinu bót, alls ekki, og er mjög sátt við að það verði lagt niður. Vil bara fá eitthvað alvöru í staðin, eitthvað sem er traust og verði til þess að bæði smábáta og togaraútgerð eflist.

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 10:10

5 Smámynd: Jóhanna Fríða Dalkvist

góðar pælingar um kvótakerfið hér

Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.3.2007 kl. 10:15

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fá eitthvað alvöru í staðin?  Er þá kvótakerfið alvöru?  Ég trú því ekki. Þetta kerfi byggist ma upp á því að henda öllum þorski sem kostar minna en 175 krónur en það er leiguverð fyrir kíló af þeirri tegund.  Við erum með Fiskistofu sem kostar milljarð á ári til að koma í veg fyrir að menn hendi fiski sem kostar 100 kall fyrir kg.  Er þetta ekki botnlaus hít?

Sigurður Þórðarson, 13.3.2007 kl. 16:03

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Góð pæling? Við búum enn við auðugustu fiskimið í heimi. Færeyingum sem ekki hafa kvótakerfi gengur mun betur en okkur, sama hvaða mælikvarða er miðað við.

Sigurður Þórðarson, 13.3.2007 kl. 16:05

8 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Jóhanna þú baðst um eitthvað alvöru í staðin, frændur okkar Færeyingar geta vitnað fyrir það að kerfið sem þeir búa við er alvöru og það er einmitt það kerfi sem við í Frjálslynda flokknum höfum horft til. Og nei því miður erum við ekki búin að sjá allar þær hörmungar sem núverandi kvótakerfi getur leitt yfir okkur. Það er kominn tími til að breyta

Eiríkur Guðmundsson, 13.3.2007 kl. 21:02

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband