9.3.2007 | 15:37
Eðlislægur kynjamunur hindrar að kynjajafnrétti verði að veruleika
Ég get nú ekki lengur orða bundist í umræðunni um kynjajafnréttið. Í eltingaleiknum um atkvæðin eru stjórnmálamenn farnir að missa sig í ímyndaðri pólitískri rétthugsun og ég leyfi mér að fullyrða að það er falskur tónn í frumvarpinu sem ætlað er að binda í lög fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja og stofnana. Hér er verið að lögfesta stjórnarsetu sem byggir á fremur kynferði viðkomandi en EKKI hæfileikum. Hér er rökleysa á ferðinni í lagasetningunni.
Eltingarleikurinn við kynjajafnréttið er dæmdur til að mistakast nema til komi grundvallarbreyting. Hún er falin í því að líffræðilegum mun karla og kvenna verði eytt með öllu. Til þess þarf að sjá til þess að enginn munur verði í fyrsta lagi á líkamsburðum og í öðru lagi á heilastarfsemi. Líklega er einn stærsti þátturinn sá að karlmenn eru með meira vaxtahormón og testosterón sem valda því að þeir eru öllu jöfnu meiri að líkamsburðum og grimmari andlega. Báðir þessir þættir valda því að að þeir olnboga sig framfyrir konur, jafnvel með ósanngjörnum og óskammfeilnum hætti.
Ég tel vænlegri leið til árangurs að fólk átti sig á þessum eðlismun kynjanna og vinni að málunum frá þeim vinkli að ALLAR manneskjur fái notið sín eins vel og hægt er miðað við líkamlegt og andlegt atgervi sitt. Kröfur um ójafnrétti konum til handa er nú komið út í fáránlegar birtingarmyndir sem ég tel að vinni jafnvel gegn stöðu þeirra. Konur eru jafnfærar til allra sömu starfa og karlmenn, þær eru bara af almennum líffræðilegum ástæðum bara færri en karlarnir að sækjast eftir frama innan stjórnmála og fyrirtækja. Það er nú þegar búið að tryggja jafnrétti með lögum og það er því með öllu rangt að ganga lengra í þeim efnum.
Lögfræðilegt ofbeldi í gegnum Alþingi bætir ekkert í þessu efni og er til þess fallið að vekja andúð á annars góðum málstað kvenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2007 kl. 11:43 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
-
Ævar Rafn Kjartansson
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Benedikt Halldórsson
-
Bjarni Harðarson
-
Bleika Eldingin
-
Jóhanna Fríða Dalkvist
-
Nanna Guðrún Marinósdóttir
-
Dofri Hermannsson
-
Hilmar Gunnlaugsson
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Egill Jóhannsson
-
Egill Rúnar Sigurðsson
-
Einar Guðjónsson
-
Elfur Logadóttir
-
Eurovision
-
Eygló Þóra Harðardóttir
-
Hin fréttastofan
-
Púkinn
-
Samtök Fullveldissinna
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Guðbjörn Jónsson
-
Guðmundur Ragnar Björnsson
-
gudni.is
-
Gunnar Pálsson
-
halkatla
-
Halldór Fannar Kristjánsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Haukur Baukur
-
Birgir Guðjónsson
-
Björn Heiðdal
-
Heimssýn
-
Himmalingur
-
Hlynur Hallsson
-
Hrannar Björn Arnarsson
-
Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingvar Valgeirsson
-
Jón Agnar Ólason
-
Jens Guð
-
Jóhannes Ragnarsson
-
Jónas Björgvin Antonsson
-
Júlíus Sigurþórsson
-
Júlíus Brjánsson
-
Kári Harðarson
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Kristján Hreinsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
kreppukallinn
-
Karl Tómasson
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðjón Baldursson
-
Haraldur Hansson
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
Mál 214
-
Máni Ragnar Svansson
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Ólafur Als
-
Gísli Tryggvason
-
Jón Árni Sveinsson
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Sigfús Sigurþórsson.
-
Róbert Björnsson
-
Rúnar Þór Þórarinsson
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sandra Dögg
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Einar Bragi Bragason.
-
Sigfús Þ. Sigmundsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Sigurjón
-
Sigurjón Sigurðsson
-
Óskar Þorkelsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
-
Stefán Friðrik Stefánsson
-
Þorsteinn Briem
-
Kristján Logason
-
Styrmir Hafliðason
-
Svartinaggur
-
Sverrir Einarsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Þarfagreinir
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Tómas Þóroddsson
-
Þorsteinn Siglaugsson
-
Hrafn Jökulsson
-
Geiri glaði
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
Vefritid
-
Óskar Þ. G. Eiríksson
-
Vilhjálmur Árnason
-
sto
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Björn H. Björnsson
-
Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Er munur á heilastarfsemi karla og kvenna?
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 9.3.2007 kl. 15:43
Af hverju er fleiri karlar í fangelsi en konur?
Af hverju fer miklu færri sögum af því að eiginkonur berji mennina sína en öfugt?
Ef hverju eru ekki fleiri konur t.d. skákmeistarar?
Ég get farið endalaust í spurningar af þessu tagi. Ég held að við hljótum að samþykkja mun á heilastarfseminni eða hvað?
Haukur Nikulásson, 9.3.2007 kl. 16:05
Sæll Haukur,
án þess að ég elti ólar við staðfestan eða ímyndaðan mun á körlum og konum stendur upp úr að við kjósum, eða öllu heldur leitumst eftir jöfnum tækifærum öllum mönnum til handa. Þeir sem ekki geta tekið eðlilegan þátt í lífsins leik réttum við hjálparhönd. Ef sumar konur telja að fortíðin (siðvenjur o.fl.) hamli framgangi þeirra er takandi undir sjónarmið sem fela í sér stuðning en aldrei að ganga svo langt að beinlínis skerða annars manns rétt. Þessi sjónarmið kalla ég frjálslynd og tel þau reyndar að mestu runnin undan rifjum frjálshyggjumanna, fyrr og nú, en sjálfsagt að fleiri tileinki sér þau.
Í þeim efnum er vert að taka fram að þrátt fyrir að þú kallir þig jafnaðarmann sýnist mér fjölmörg baráttumál þín afar frjálslynd og borgaraleg og enn önnur sem fengin úr smiðju frjálshyggjunnar - en það er nú önnur saga og við getum spjallað um það síðar.
Ólafur Als, 9.3.2007 kl. 17:54
Ég er nú að mestu sammála þér Ólafur. Ég ætla ekki að reyna að fikta í þeirri hugmyndafræði hvenær ég telst jafnaðarmaður, frjálslyndur eða frjálshyggjumaður. Eitthvert próf sem ég prófaði á netinu sagði að lokinni spurningahrinu að ég væri 85% frjálslyndur jafnaðarmaður ("liberal democrat"). Ég get svo sem alveg samþykkt það en finnst stundum að þessir pólitísku stimplar séu nú kannski ekki alveg til þess fallnir að segja til um það í öllum málum.
Stundum finnst mér að konur hafi svo margt fram yfir okkur karlana að við ættum í rauninni að vera meira en þær að nöldra. Þær eru fallegri, lifa lengur, eignast börnin, eru blíðlyndari (þar af leiðandi betri mannskepna) og ótal fleiri atriði sem sjálfsagt allir meira og minna vita. Þess vegna finnst mér krafan um kynjajafnræði bara aldrei ganga upp til fulls. Við getum gert okkar besta til að tryggja þeim jafna stöðu til lífs, náms og starfa og reynt að passa upp á að karlremban troði þeim ekki um tær. Þegar þetta er tryggt verða þær sjálfar að standa sig líkt og karlarnir.
Haukur Nikulásson, 9.3.2007 kl. 18:05
- ég hef nú stundum sagt, meira til gamans, að eins gott að konur uppgötvi ekki yfirburði sína gagnvart okkur körlunum...
Ólafur Als, 9.3.2007 kl. 18:34
Púkinn vísar í það sem hann sagði um svipað efni hér. Hvers vegna sækja konur jafnt og karlar í þau láglaunastörf sem Púkinn býður, en aðeins karlar um hálaunastörfin?
Púkinn, 9.3.2007 kl. 18:56