Munu Vinstri-græn blaðra niður spáfylgið?

Yfirleitt er það svo að þegar flokkar eru að ljúka landsfundum sínum þá mælast þeir vel í skoðanakönnunum vegna mikillar umfjöllunar í fjölmiðlum.

Oft hefur flokkum tekist að búa til nokkuð jákvæða ásýnd í kringum landsfundi sína en ég má hundur heita ef VG tekst ekki núna að hafa endaskipti á hlutunum.

Vanhugsað blaður formannsins um "netlöggu" til að vinna gegn klámi á netinu, ályktun flokksins og hamagangur á sama sviði á landsfundinum sem og kjör uppivöðslusamra og öfgafullra femínista eiga eftir að fæla venjulega fólkið frá því að styðja þennan flokk.

Það sem er reyndar heppilegasta staðreyndin fyrir samkeppnisflokkana þeirra (og væntanlega samkeppnisflokka!) er að því meira sem bent er á þessar öfgar, þeim mun forhertari verður forystan þeirra í að halda fram vitleysunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband