25.2.2007 | 09:37
Kemst hófsemi í tísku aftur?
Mér finnst svolítið raunalegt að horfa upp á hversu miklar öfgar eru komnar í íslenskt samfélag. Við sjáum þetta eiginlega á öllum sviðum.
Einkavinavæðing núverandi stjórnarflokka hefur gert allmarga einstaklinga svo ríka að þeir vita ekki lengur hvernig á að sólunda því fé sem þeim hefur verið hálfgefið. Innflutningur á heimsfrægum skemmtikröftum til landsins í afmælisveislur ber þessu glöggt vitni. Venjulegt fólk verður eiginlega forviða á því hversu ámátleg svona sýndarmennska getur orðið.
Vinstri grænir héldu ársfund sinn og merktu sig rækilega sem öfgafullan femínistaflokk. Þann sama sem fór á límíngunum yfir litlum hópi perra frá útlöndum sem vildu koma hingað í skemmtiferð. Þrátt fyrir að lög hafi verið brotin og almennri kurteisi og háttvísi kastað fyrir róða sér þessi öfgahópur ekkert athugavert við það, tilgangurinn helgi meðalið. Vinstri græn stilltu sér upp þannig að þau munu ekki ná til hófsamari hluta kjósenda.
Smám saman er einkavæðing fjármálafyrirtækjanna að sýna sitt rétta andlit. Stjórnendur margra þessara fyrirtækja eru í augljósu samráði sem sést best á því að hér eru þeir að taka tvöfalt hærri raunvexti hér á landi en þeir gera sjálfir í útlöndum. Þetta virðumst við hafa upp úr því þegar stjórnmálamenn afhenda einkavinum ríkiseignir, þeir hafa ekki sýnilegan áhuga á samkeppni sín á milli. Svo á að bæta um betur og koma veitukerfi landsmanna í sömu hendur sem og þjóðareigninni sem er fiskurinn í sjónum. Ekki lækkar raforkuverðið eða soðningin væntanlega við það?
Frjálslyndir eru fyrir slysni orðnir að rasistaflokki. Þeir fela sig á bak við tiltölulega hófsama umræðu foringjanna sem samt sem áður nær best eyrum þeirra sem er illa við útlendinga. Þetta virtist um tíma gefa þeim fylgisaukningu sem samt eitthvað hefur dregið úr. Einnig virðist það ætla að vera ólán rasistaflokksins að velja í forystu svolítð einlitt lið harðra karla til að leiða lista. Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki hófsama ásýnd.
Samfylkingin er orðið eins og titrandi smáblómið í þjóðsöngnum. Villuráfandi og óákveðin stefna virðist þar vera ráðandi í flestum málum. Forystan virðist þreifa fyrir sér með biðlun í allar áttir til þess að reyna finna út hvernig þeir geta kjaftað upp fylgi með einhverju móti. Örvæntingin er eitthvað svo augljós og glötuð að maður eiginlega hálf vorkennir þeim. Samfylkingin er ekki einn af þessum flokkum sem kann að eiga við mismunandi skoðanir meðal flokksmanna sinna. Á endanum sker frúin úr ágreiningsmálum um stefnuna með tilskipunum að hætti Davíðs Oddsonar.
Við erum margir jafnaðarmenn, sem tilheyrðum Sjálfstæðisflokknum áður, að vonast til þess að fram komi nýtt framboð þar sem venjulegt fólk getur hugsað sér að kjósa. Helst flokk sem hvetur til þess að samfélagið sameinist um að bæta tilveruna án þess að detta út í græðgi, óhóf og öfgar. Það vantar flokk hinna venjulegu hófsömu vinnandi manna og kvenna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:40 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson