Öfgafullu femínistarnir auglýsa upp "Klámráðstefnuna miklu á Íslandi"

Ég get ekki lengur orða bundist yfir vandlætingunni sem fylgir einhverri skemmtiferð sem framleiðendur blás myndefnis ætla að bregða sér í hingað til lands.

Það keppist hver um annan þveran um að hafa hærra en næsta manneskja um vanþóknun sína á þessu athæfi fólksins sem veldur því að auglýsingin sem þessi viðburður fær er að verða með ólíkindum. Mér er nær að halda að öll þessi athygli sem tepruliðið beinir að þessu fólki geri ekkert annað en að selja fyrir það meira af vörunni sinni.

Það getur líklega enginn svarað því hver sé munurinn á erótík og klámi, enda bæði loðið og teygjanlegt.

Sjálfur tel ég margt af því sem teprurnar kalla klám ekki annað en saklausan lystauka fyrir venjulegt fólk með heilbrigða kynlöngun. Finnst mér stundum að teprurnar hefðu mátt frekar beita sér gegn einhverju af því ofbeldisfulla myndefni sem tröllríður öllum sjónvarpsrásum og kveikir upp ofbeldishneigð hjá veikgeðja börnum  og unglingum.

Mér finnst það skot yfir markið að ætla fólki sem framleiðir erótískt efni fyrir venjulegt fólk séu eitthvað líklegri en aðrir til að vera barnaníðingar og þrælasalar. Svona hagar maður sér ekki og svona segir maður ekki. Þetta er álíka og að halda því fram að maður sem á samfarir með konunni sinni hljóti að misnota börnin sín líka! Come on!

Undarlegt þykir mér að fylgjast með áhrifagirni nýja borgarstjórans sem er farinn að tala eins og öfgafullur femínisti. Þarna er á ferðinni skrýtin fíkn í að þóknast einhverri pólitískri rétthugsun. 

Skemmtiferð útlendinganna, sem hefði getað farið fram í kyrrþey, er að verða að stórkostlegum fjölmiðlasirkus í boði teprufullra öfga femínista sem eru svo viti sínu fjær að þær auglýsa atburðinn upp með látum og óhemjugangi í stað þess að beita þögninni sem vopni.

Ég ætla mér ekki að verja neitt sem heitir þrælasala, mansal eða barnaníð. Það eru ógeðfelld mál sem stöðugt þarf að berjast við. En það eru takmörk fyrir því hverja við sökum um slíkan verknað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér finnst í rauninni mjög eðlilegt að femínistar hafi verið með uppþot, ég bjóst bara ekki við því að það hefði neitt að segja og taldi það því ekki geta orðið "of" mikið, ef þú skilur. Nú sé ég að margir margir eru búnir að tjá "hina eðlilegu" hlið á þessu máli, þ.e að það hefði bara verið best að spá ekkert í þessu.... þið voruð aðeins of sein

núna er ég bara með þá tillögu að framvegis reyni fólk sem er minna öfgafullt, að blanda sér á virkari hátt í baráttu femínista eða hvað svo sem það kallast, reyna t.d að byrja með einhverja stefnu um að athuga það sem liggur beinna við okkur og okkar samfélagi. 

halkatla, 23.2.2007 kl. 15:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband