24.1.2007 | 09:46
Eru stórir hlutir endilega góðir hlutir?
Það virðist vera í mannlegu eðli að reyna að hafa nánast alla hluti eins stóra og mögulegt er. Metnaður mannsins til að bæta tilveruna með stækkun allra hluta virkar hins vegar oft þveröfugt við góðar fyrirætlanir.
Þegar hlutir verða stórir er nefnilega hættan á að skaðinn verði meiri bara vegna stærðarinnar. Í sinni einföldustu mynd er hlutur sem þú missir á tærnar skaðlegri eftir því sem hann er stærri og þyngri. Sama má segja um önnur fyrirbrigði.
Ef George W. Bush hefði verið áfram ríkisstjóri í sjálfstæðu ríki Texas er ótrúlegt að hann hefði lagt út í stríðið við Írak. Sem forseti bandaríkjanna gat hann hins vegar leitt bandalag rúmlega 50 smærri ríkja í stríð sem engum finnst lengur nokkurt vit í. Hörmungarnar af þessu stríði eru öllum ljósar.
Sömu hugmynd hef ég um væntanleg bandaríki Evrópu þ.e. Evrópusambandið. Dettur einhverjum í hug að ekki verði búið til toppembætti þar sem geti verið jafn valdamikið þegar fram í sækir. Það er stundum misskilið en völdum er ekki úthlutað sem auðmjúku fyrirbrigði. Völd eru oft tekin í meiri mæli en ætlast var til.
Ég óttast að ef Evrópussambandið nær því að verða sambandsríki að þá séum við bara að auka áhættuna af heimsstyrjöld ef ígildi tveggja "Bush"ara sætu við völd og þeir yrðu saupsáttir vegna t.d. tollamála. Það þarf stundum ekki meira til bullandi ósættis.
Mér finnast Evrópusinnar ekki líta á þessi rök. Eingöngu horft til einhverra peningalegra væntinga sem eru löngu brostnar. Íslendingar verða bara skattlagðir af Evrópusambandinu niður í lifistandard hinna fátækari Evrópuþjóða. Hér virðist vanta rökhugsun.
Mín skoðun er sú að íslendingar eigi að taka virkan þátt í störfum sameinuðu þjóðanna og láta ógert að styðja stækkun ríkjabandalaga nema á heimsvísu. Annað hefur alltaf tilburði til að bera með sér eineltisbrag sem er ógeðfelldur.
Hver er þín skoðun?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 265495
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Vissulega er þetta rétt. Við vitum að "valdið er spillt", nema því sé dreift, en þarna er verið að gera þið andstæða. Annað dæmi um svona sambandsríki eru Sovjetríkin sálugu og ég tel að Sovjetríkin og Bandaríkin ættu að geta sagt okkur nóg til að skilja að þetta er ekki sniðugt. Við getum gert ýmsa sáttmála og bandalög um að nýta hluti saman, hafa tollverð á milli okkar lágt og ýmislegt svoleiðis til að styrkja góða evrópu, en ekki sameina hana í eitt heimsveldi, heimsveldi og sambandsríki í gegnum söguna kenna okkur það að þetta er ógeðslegt fyrirkomulag og skemmir mikið fyrir fólkinu. Þar fyrir utan myndast líka margir mismunandi minnihlutahópar sem ekki sitja við völd, og þeim verður traðkað á, sjáið til dæmis bandaríkin í þeim efnum, þar sem margir minnihlutahóparnir eru meira að segja stærri en hinn "angklíski hvíti maður". Fólk eins og Colin Powell og Condoleeza Rice í s´æinar stöður munu engu breyta um það, heldur gera það ókleift að berjast meira, BNA veitir ekki af flokki fyrir minnihlutahópa í framboð hjá sér.
Halldór Fannar Kristjánsson, 24.1.2007 kl. 11:54
Það er ekki rétt hjá þér líttu á tölvufyrirtæki þau eru að búa til smærri tölvukubba og smærri mp3 spilara og allt í þessum dúr. SÞ eru svo sem ekkert heilagri en aðrar stofnanir og ef eitthvað spiltari en flestar.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 05:27