Sjálfseyðingarflokkurinn Frjálslyndi flokkurinn

Það kemur mér ekki á óvart að Frjálslyndi flokkurinn sé í velmegunarvanda. Grunnurinn að leikreglum innan flokksins er ónýtur.

Það er klúður að kjör æðstu embættismanna hans skuli fara fram rétt fyrir kosningar. Það að þeir berjist innbyrðis svona rétt fyrir kosningarnar er dæmalaust hugsunarleysi.

Það er líka galli að forystumenn hans geti ekki farið í vinsældasamkeppnina með drengilegri hætti. Líklega hefur þetta fólk aldrei tekið þátt í íþróttakeppni og þurft að sætta sig við úrslit í slíkum leikjum. Einnig er ljóst að ekkert umburðarlyndi hafa þau gagnvart mismunandi skoðunum innan flokksins og kunna greinilega ekki að vinna úr skoðanaágreiningi.

Mér var gert fyllilega ljóst að Frjálslyndi flokkurinn ætlaði ekki að viðhafa lýðræðislegar leikreglur varðandi prófkjör. Það ætti að stilla upp lista og því er ekki fyrir nýtt fólk að sækjast þar að sem frambjóðendur.

Það er því deginum ljósara að flokkurinn á í verulegum vanda vegna illdeilna fólks sem sér ekki heildarhagsmuni flokksins fyrir eigin valdagræðgi. Þau eru upptekin af því að olnboga sig hvert fram fyrir annað með öllum brögðum, mest smekklausri illmælgi.

Mitt í velgengni skoðanakannana er flokkurinn á vegi sjálfseyðingarinnar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Fannar Kristjánsson

Fram að þessu, með þá forystu og stefnu sem hefur verið, áttu þeir mitt atkvæði fyrir víst í vor, en núna get ég ekki treyst þessum annars áður ágæta flokki. Ég harma það að hann sé að fara svona, og það er greinilegt að feðginin þola ekki að flokkurinn sé bendlaður við umræðu sem vekur svona skipta og harða athygli, en svona er þetta í pólitík, við erum og verðum elskaðir og hataðir á sama tíma, það er sleikjuskapur að ætla bara að vera elskaður. Í dag hefur "Flokkurinn" hug minn allann.

Halldór Fannar Kristjánsson, 25.1.2007 kl. 22:03

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 264892

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband