Vöknum af sinnuleysinu!

Við þekkjum öll allt of vel að kvarta í eldhúsum og kaffistofum. Þetta eru bestu staðirnir til að finna að öllum sköpuðum hlutum í veröldinni, ekki síst stjórnmálum og stjórnmálamönnum.

Illmælgin er óspart notuð. Hinum og þessum þekktum mönnum og konum er úthúðað sem óferjandi og óalandi ólánshyski og maður veltir því fyrir sér hvort umræddur yrði ekki bara hengdur án dóms og laga ef hann birtist allt í einu í dyragættinni. Sem betur fer bráir af fólki þegar maturinn og kaffið hafa skilað sér sína leið og fólk fer aftur að vinna. Flestir gleyma umræðunni þegar maginn er mettur, skammtímavandinn hefur verið leystur.

Svona er háttur 99% þeirra sem halda samfélaginu uppi. Láta sig hafa þá stjórn sem er við lýði hverju sinni. Allt of stór hluti þessa fólks kýs samt sama flokkinn aftur og aftur, þrátt fyrir megna óánægju, vegna þess að listabókstafurinn er fastur í miðtaugakerfinu eins og bremsan á bílnum. Hitt er daprara að sífellt stærri hópur fólks kýs að kjósa ekki, nennir ekki á kjörstaðinn til að hafa áhrif.

Samt er þung undiralda í samfélaginu núna. Fólk er margt hvert búið að fá nóg af spillingunni og ekki síður því að óhæfir einstaklingar stjórna ráðuneytum og stofnunum með mjög skerta dómgreind svo ekki sé sterkar kveðið að orði. Það er hægt að breyta málum en til þess þarf stærri hópur hins almenna borgara að vakna af sinnuleysinu. Við verðum að trúa því að það sé hægt að færa hlutina til betri vegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 265495

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband