Hvenær gengur forræðishyggjan of langt?

Ögmundur Jónasson og Ásta Möller ræddu spilafíkn í þættinum Ísland í bítið í morgun. Þetta er vandamál sem hefur rústað fjárhag margra fjölskyldna og er sannarlega ógæfa fjölda fólks, því verður ekki neitað.

Ögmundur Jónasson, sem talaði helst fyrir því að banna spilavíti, veðmál og hvers kyns spilakassa, vakti mig til umhugsunar um að stjórnmálamenn á borð við hann væru forræðishyggjan holdi klædd út í öfgar. Með sömu rökum og hann beitir mætti banna bíla, áfengi, tóbak, mat og vatn af því að allt þetta getur drepið fólk, eða hið minnsta valdið því verulegum skaða. Mér fannst leiðinlegt að í einfeldni sinni tók þáttastjórnandinn Heimir Karlsson upp forræðismálstað Ögmundar og hálft í hvoru ásakaði Ástu Möller um þá firru að vilja EKKI skilyrðislaust banna spilakassana. 

Meirihluti fólks getur umgengist spilakassa, áfengi, bíla og flest það sem við notum án þess að skaðast af því. Á að banna alla þessa hluti vegna þeirra fáu sem lenda í vandræðum?

Lausnirnar felast ekki í bönnum heldur því að þeir sem þurfa á hjálp að halda fái hana vegna samhyggðar samfélagsins í slíkum málum. Hjá því verður ekki komist að það sem getur drepið einn einstakling er ánægja þess næsta án nokkurra vandamála.

Allt er best í hófi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Lárusson

Sammál þér með þetta. Boð og bönn hafa aldrei læknað lesti. Sterkasta dæmið um það eru áfengisbönnin sem voru vinsæl milli stríða (náðu reyndar til 1989 hér á landi). Leiðin til hjálpar liggur í aðstoð, ekki öfgum.

Jón Lárusson, 16.1.2007 kl. 12:11

2 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég heyrði í útvarpi í spilafíkli sem sagði boð og bönn engu skila. Sá spilasjúki finni alltaf leið til að spila líkt og virkur alkóhólisti finnur alltaf eitthvað til að drekka.

Haukur Nikulásson, 16.1.2007 kl. 17:56

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband