Læturðu kosningaloforðin blekkja þig aftur?

Ríkisstjórnarflokkarnir eru nú komnir á fullt með alls kyns samninga og loforð til að kaupa atkvæði vegna næstu Alþingiskosninga. Ávísað er milljörðum á fjárlög næstu ára án nokkurra heimilda í þeim tilgangi að afla sér fylgis.

Auk þess að núverandi þingflokkar hafi með lögum gefið sér 300 milljónir til að borga næstu kosningaauglýsingahrinu, þá virðast þeir ekki bera nokkurn kinnroða fyrir því að lofa hinum og þessum hópum nánast öllu sem beðið er um núna rétt fyrir kosningarnar.

Ef þeir vinna svo kosningarnar tekur svo bara við verkefnið að víkja sér undan loforðasamningunum með tilheyrandi undanbrögðum. Er ekki tímabært á þessari stundu að minna á öll þau málaferli og leiðindi sem loforðin frá síðustu kosningum öllu?

Ef hins vegar kosningarnar tapast þá verður nýjum stjórnarherrum legið á hálsi fyrir að uppfylla ekki loforðin, sem þó voru gefin í fullkomnu heimildarleysi. Er ekki tímabært að fólk sjái í gegnum þessa botnlausu spillingu og leikaraskap?

Maður spyr sig stundum hvort fólk sem sér ekki í gegnum svona vinnubrögð eigi nokkuð betra skilið? Jú, við skulum vona það. Við erum nefnilega öll þannig að það er hægt að plata okkur, spurningin er bara sú hversu oft er hægt að plata með sömu aðferðinni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband