Færsluflokkur: Enski boltinn

Enn meiri samkeppni hjá Hermanni um stöðu í liðinu

Það er nokkuð ljóst að okkar maður nýtur ekki mikils trausts þessa dagana miðað við hversu Harry Redknapp sankar að sér varnarmönnum að láni.

Þetta þýðir að Hermann verður að hafa sig allan við til að verða ekki rasssærinu að bráð (eins og annar bloggari orðaði það svo hnyttilega um Eið Smára).

Það er samt engin ástæða til að örvænta fyrir hönd þessara knattspyrnuhetja okkar. Þeir eru á góðum launum og kannski ekki þeirra sök að stjórarnir þeirra vilja ekki nota þá í byrjunarlið þessa dagana. 


mbl.is Belhadj til Portsmouth
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frami eða peningar?

Það hefur verið sagt loða við leikmenn að þeir fari ekkert frá félögum sem borga há laun skv. samningi jafnvel þó þeir fái ekkert að spila. Þeir eru bara í vinnunni og  vinnuveitandinn ræður hvort hann notar starfskraftinn eða ekki. Eiður er staddur í þeirri vondu stöðu núna að þiggja há laun fyrir lítið vinnuframlag.

Ég get vel ímyndað mér að Eiður þurfi að velja á milli þess hvort hann ætlar að lifa fyrir peningana eða persónulegan frama. Stígur hann á stoltið fyrir aurinn eða velur hann að hafa fyrir hlutunum?

Ef hann velur að vera um kyrrt og "berjast fyrir sæti sínu" í óþökk félagsins, þá er hættan sú, að þegar Barcelona samningnum lýkur, að ferlinum sé þar með lokið.


mbl.is Eiður Smári sagði nei við Aston Villa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill hann spila fótbolta eða safna peningum?

Þetta hlýtur að vera eilíf togstreita hjá Eiði Smára.

Annars vegar löngunin til að standa sig og spila alvöru fótbolta eða vera á himinháum launum á varamannabekknum og koma inn bara öðru hvoru þegar aðrir leikmenn fá illt í fótinn!

Mér finnst tími Eiðs hjá Barcelona ekki vera nein frægðarför. Hann spilar lítið og nær greinilega ekki að festa sig í sessi og sjálfstraustið dalar að sjálfsögðu við þetta.

Ef hann er búinn að safna nægilega miklum peningum ætti hann að fara til West Ham þar sem hann fengi "öruggt" sæti og fengi að spila alla leiki og ná sér almennilega á strik. 


mbl.is Eiður sagður á óskalistanum hjá Curbishley
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband