Færsluflokkur: Íþróttir
18.3.2009 | 15:56
Tækifæri til að sýna snilld í liðstjórn og spilamennsku
Nú fá bæði þjálfarinn og leikmennirnir sem eftir eru tækifæri til að sýna hvað þeir geta.
Þjálfarinn fær það skemmtilega hlutverk að fylla leikmenn sína eldmóði fyrir leikinn. Leikmenn sem alla jafna eru á bekknum.
Leikmennirnir af bekknum fá nú tækifæri til að sýna að þeir eigi erindi á völlinn.
Standa sig nú!
Guðmundur Guðmundsson: Aldrei vitað annað eins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 13:10
Þegar stjórnsemi verður skynseminni yfirsterkari
Lög knattspyrnusambands Evrópu eru greinilega ekki sniðin að því að taka tillit til aðstæðna á norðurslóðum.
Áhrif íslendinga eru greinilega ekki mikil á alþjóðavísu á þessum síðustu og verstu tímum.
Líklega ætti KSÍ að nota tækifærið og fá þessum reglum breytt svo hægt sé að bjóða öllum unnendum leiksins að nota bestu aðstæður á hverjum tíma.
Laugardalsvöllur ekki leikhæfur - UEFA synjaði beiðni KSÍ um að nota Kórinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2008 | 09:53
Vonandi að Eiður viðhaldi eldmóðnum til að ná árangri
Okkur veitir ekkert af gleðitíðindum á þessum síðustu og verstu.
Aldrei hefur leikið vafi á hæfileikum Eiðs Smára á knattspyrnuvellinum. Við erum hins vegar sumir sem höfum stundum efast um að hann hafi alltaf eldmóðinn sem þarf til að vera í allra fremstu röð.
Eiður má alveg vita af því að þegar harðnar á dalnum getur hann átt sinn þátt í að lyfta andanum hjá landanum með góðri frammistöðu á vellinum.
Eiður Smári fær fína dóma á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 20:20
Heiðar og Eiður = Heiður
Þeir félagarnir þurftu að sýna hvað þeir geta þegar á reynir og nýttu það báðir okkur íslendingum til ánægju.
Það er náttúrulega kjánalegt að segja eins og er: Þegar ekki er við neinu að búast þá ma búast við einhverju. Svona eru nú bara einu sinni íþróttirnar.
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.9.2008 | 19:12
Engar væntingar til íslenska liðsins?
Mér finnst einhvern veginn að íslendingar geti verið rólegir. Manni sýnist að væntingar til íslenska liðsins séu með minnsta móti. 0-3 til 0-6 tap kæmi líklega engum á óvart miðað við stöðu landsliðsins og getu undanfarna mánuði og jafnvel ár. Vera má að einhverjum þyki þetta svartsýnt af mér en þá spyr ég á móti: Er nokkur einasta ástæða til að vera bjartsýnn?
Hins vegar er það oft svo að þegar væntingarnar eru litlar þá virkar sálfræðin rétt fyrir leikmennina, það er allt að vinna og engu að tapa. Það voru t.a.m. engar stórkostlegar væntingar gerðar til handboltalandsliðsins af því að þeim hafði ekki gengið neitt sérstaklega vel í undirbúningsleikjunum.
Hugarfar leikmanna þegar flautað er til leiks er það eina sem skiptir máli. Hversu mjög langar þá að standa sig vel fyrir Ísland?
Norðmenn líklega með þrjá sóknarmenn gegn Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.8.2008 | 21:04
Skoraði mark en var kennt um bæði mörk andstæðinganna
Sorglega léleg umfjöllun hér á ferðinni. Hér klippa blaðamenn mbl.is út það jákvæða en láta þess ógetið að norsku miðlarnir saka hann um að eiga sök á báðum mörkum andstæðinganna með klaufaskap í vörninni.
Kristján Örn Sigurðsson er fínn knattspyrnumaður. Það er hins vegar óþarfi að ljúga að landanum um frammistöðu hans þegar hann á í raun slakan dag eða er óheppinn.
PS: Eins og oft áður er mbl.is búið að laga þessa umfjöllun. Þeir mega eiga það að leysa málin oft fljótlega eftir ábendingar.
Mark Kristjáns Arnar dugði ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 10:27
Fékk ekki Júdas silfurpeninga líka?
Þeir hafa greinilega ekki náð að selja sig eins dýrt. Fengu bara helming þess sem Júdas átti að hafa fengið á sínum tíma.
Eins og Júdas þá, eru íslendingarnir núna the first losers!
Til hamingju Ísland!
Íslendingar taka við silfrinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.8.2008 | 09:26
Munurinn var markvarslan
Eins og svo oft áður ráðast úrslit leiks á markvörslu. Frönsku markmennirnir tóku 21 skot á meðan við náðum að verja aðeins 12.
Athyglisvert er að íslendingar náðu 44 skotum á mark frakka á meðan þeir fengu aðeins 40.
í stöðunni 4-4 skildu leiðir og leikurinn varð aldrei spennandi sem er jákvætt af heilsuástæðum.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.8.2008 | 09:25
Di Maria er leikmaður Benfica
Manni finnst stundum heldur stutt í vitneskju blm. mbl. sbr. þessa þýðingu:
Benfica's Di Maria skoraði eina mark liðsins á 58. mínútu eftir undirbúning Lionels Messi.
Það má stundum flýta sér aðeins hægar í þýðingunum eða hafa meira vit á viðfangsefninu.
Argentínumenn ólympíumeistarar í fótbolta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.8.2008 | 14:28
Svíarnir hættir að skammast sín fyrir tapið gegn Íslandi
Ég er sannfærður um að Spánverjar hafi klikkað illilega á að skoða íslenska liðið fyrir leikinn og hreint ekki áttað sig á því að það er bara mjög góð breidd í íslenska liðinu, þrátt fyrir að þeir hafi tekið Ólaf úr umferð nánast allan leikinn. Það voru þeirra mistök. Lið sem fer í undanúrslit gerir það ekki á einum manni heldur heilu liði.
Það er líka athyglisvert að vinna með svona stórum mun þegar við klikkum á öllum þessum dauðafærum og þrátt fyrir frábæra markvörslu Björgvins þá vörðu spánverjar meira. Þetta er jú það skemmtilega við íþróttirnar, element hins óvænta.
Það hlýtur flestum að vera ljóst að við eigum orðið fleiri en einn leikmann sem fara inn í hvaða lið í heiminum sem er: Auk Ólafs eru Guðjón, Snorri og Alexandir gjaldgengir sem fyrstu menn í hvaða lið sem er. Svo koma menn eins og Logi, Róbert og Björgvin að toppa með þeim á réttum tíma til að skapa þennan árangur. Varnarvinna þeirra Sigfúsar, Sverre og Ingimundar var algerlega frábær, þeir átu sitt lið í kvöldmat! Nú mega bara Arnór og Ásgeir vera í brjáluðu stuði í úrslitaleiknum og þá hefst þetta.
Nú eru allt opið og það lið vinnur úrslitaleikinn sem langar meira til þess. Svo einfalt er það.
Til hamingju við öll.
P.S.
Þetta er tekið úr www.aftonbladet.se:
Island kan ta historiskt guld
Det sågs som en liten överraskning när Island slog ut Sverige i kvalet till OS. Det är därmed en rejäl skräll att samma isländska handbollsherrar nått OS-finalen.
Íslendingar í úrslitaleikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson