Konur óskast til þingstarfa

Flokkurinn er jafnréttisflokkur. Þetta skal ekki fara á milli mála.

Áratugum saman hafa bæði konur og menn kvartað, rökrætt og rifist um það hvers vegna konur séu ekki jafnmargar á þingi, í stjórnunarstöðum og öðrum áhrifamiklum embættum í stjórnsýslu og fyrirtækjum.

Jafnrétti hefur verið komið á með lögum og í sumum tilvikum hafa reglur kveðið á um að ráða skuli frekar konu ef staða mála er þannig að það vanti að jafna leikinn.

Þrátt fyrir almenna viðleitni í samfélaginu er ljóst að þetta hefur hreint ekki tekist. Ég þekki enga karlmenn sem viljandi beita sér gegn konum sérstaklega. Ég þekki hins vegar karlmenn sem keppa við hvern sem er um stöður, völd og áhrif, bæði konur og karla, og gefa ekkert eftir.

Ástæðurnar fyrir röngum kynjahlutföllum er ekki illmennska karlmanna heldur líffræðilegt eðli þeirra. Hórmónastarfsemi karla veldur því að þeir eru kappasamari en konur og þetta á ekki bara við um líkamlegt atgervi til íþrótta heldur líka til valda og áhrifa. Margir femínistar viðurkenna ekki þessa kenningu og sætta sig helst ekki við að almennt hlaupi karla hraðar, hoppi hærra og lyfti þyngri hlutum. Samt lifa þær almennt lengur, eru friðsamari og fá að ala börnin. Því miður er það svo að það gildir einu hvort sett séu lög og reglur um jafnrétti, slík lög breyta ekki meðfæddum eðlismun kynjanna. 

Ég þekki mjög margar konur sem kjósa að lifa í friði. Það eru ennþá til konur sem eiga þá ósk heitasta að fá að sinna heimilum og börnum í friði. Þær hafa einfaldlega enga sérstaka löngun til að stjórna heiminum. Hvers vegna mega þær ekki hafa slíkt val?

Ég þekki líka konur sem vilja keppa um stöður, völd og áhrif. Ég hef hingað til ekki orðið var við að konur með hæfileika til jafns við karlmenn hafi verið haldið sérstaklega niðri. Margar þessara kvenna hafa náð æðstu metorðum í samfélaginu og ég neita því með öllu að láta bendla mér við "meint" misrétti gagnvart konum. Það er enginn efi í mínum huga að þegar konur gefa sig að stjórnunarstörfum eru þær fyllilega jafn hæfar til starfa. Þær eru bara færri sem gera það heldur en karlarnir enn sem komið er.

Mig langar sérstaklega að beina því til kvenna að bjóða sig fram til þátttöku í framboði Flokksins. Við sem stöndum að stofnun Flokksins erum ekki að vinna að sérhagsmunum eins hóps í samfélaginu frekar en annars. Við viljum sátt meðal karla og kvenna, yngri og eldri borgara, heilbrigðra og þeirra sem þurfa á aðstoð að halda. Við þurfum að sýna hvert öðru meiri virðingu. Tölvupóstfangið er haukur@mtt.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Stuðningsmenn eru ennþá mjög fáir, kannski 200-300. Það er hins vegar ekki áhyggjuefni ennþá. Við erum að vinna að vefsíðugerð, safna undirskriftum til að fá listabókstaf og skapa aðstöðu til að reyna að koma þessu á koppinn í réttri röð.  Það vantar fleiri liðsmenn á landsbyggðinni. Ég vonast til að heyra meira frá þeim eftir því sem málstaðurinn dreifir sér betur. Ég þakka áhuga þinn á þessu, má ég skrá þig í Flokkinn?

Haukur Nikulásson, 9.1.2007 kl. 09:03

2 Smámynd: Hjörtur Árnason

Þegar konur settu kraft í jafnréttisbaráttuna um miðjan 8. áratug síðustu aldar var það með þeim orðum að konur ættu að hafa val.

Gott mál; konur eiga að hafa val. Allir eiga að hafa val. Konur eiga að hafa val um að vera heima og sinna uppeldi barna sinna eða vera útivinnandi. Karlar eiga líka að hafa þetta val.

Síðan barátta þessi hófst hefur ýmislegt áunnist, en engan veginn nóg.

En það sem uppúr stendur er þetta: Konur hafa ekkert val lengur! Nema ef vera skyldi val um að vinna mikið eða meira, og alls ekki við að sinna heimili sínu eða börnum.

Þetta er nokkuð sem við verðum að laga. Fólk á ekki að vera nauðbeygt að setja börn sín á leikskóla og vinna síðan myrkranna á milli til að borga meðal annars fyrir leikskólann, heldur á fólk ef það vill að hafa möguleikann á því að annað hvort foreldranna sé heimavinnandi, sinni börnum og búi. Það væri val. 

Hjörtur Árnason, 10.1.2007 kl. 21:04

3 Smámynd: Hjörtur Árnason

Þegar konur settu kraft í jafnréttisbaráttuna um miðjan 8. áratug síðustu aldar var það með þeim orðum að konur ættu að hafa val.

Gott mál; konur eiga að hafa val. Allir eiga að hafa val. Konur eiga að hafa val um að vera heima og sinna uppeldi barna sinna eða vera útivinnandi. Karlar eiga líka að hafa þetta val.

Síðan barátta þessi hófst hefur ýmislegt áunnist, en engan veginn nóg.

En það sem uppúr stendur er þetta: Konur hafa ekkert val lengur! Nema ef vera skyldi val um að vinna mikið eða meira, og alls ekki við að sinna heimili sínu eða börnum.

Þetta er nokkuð sem við verðum að laga. Fólk á ekki að vera nauðbeygt að setja börn sín á leikskóla og vinna síðan myrkranna á milli til að borga meðal annars fyrir leikskólann, heldur á fólk ef það vill að hafa möguleikann á því að annað hvort foreldranna sé heimavinnandi, sinni börnum og búi. Það væri val. 

Hjörtur Árnason, 10.1.2007 kl. 21:04

4 Smámynd: Hjörtur Árnason

Þegar konur settu kraft í jafnréttisbaráttuna um miðjan 8. áratug síðustu aldar var það með þeim orðum að konur ættu að hafa val.

Gott mál; konur eiga að hafa val. Allir eiga að hafa val. Konur eiga að hafa val um að vera heima og sinna uppeldi barna sinna eða vera útivinnandi. Karlar eiga líka að hafa þetta val.

Síðan barátta þessi hófst hefur ýmislegt áunnist, en engan veginn nóg.

En það sem uppúr stendur er þetta: Konur hafa ekkert val lengur! Nema ef vera skyldi val um að vinna mikið eða meira, og alls ekki við að sinna heimili sínu eða börnum.

Þetta er nokkuð sem við verðum að laga. Fólk á ekki að vera nauðbeygt að setja börn sín á leikskóla og vinna síðan myrkranna á milli til að borga meðal annars fyrir leikskólann, heldur á fólk ef það vill að hafa möguleikann á því að annað hvort foreldranna sé heimavinnandi, sinni börnum og búi. Það væri val. 

Hjörtur Árnason, 10.1.2007 kl. 21:04

5 identicon

"Ég hef hingað til ekki orðið var við að konur með hæfileika til jafns við karlmenn hafi verið haldið sérstaklega niðri."

Bara svo það sé á hreinu: Að þínu mati er þá skortur á konum á þingi, í dómarastöðum, í ráðum og stjórnum fyrirtækja og á fjöldamörgum öðrum stöðum aðeins hæfileikaleysi þeirra að kenna en ekki kerfisbundinni mismunun.....?? 

Auður Magndís (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 22:29

6 identicon

Þótt hann hafi sagt að ekki ætti sér stað kerfisbundin meðvituð mismunun, er illa gert af þér að setja honum þessi orð í munn.

Ekkert var sagt um hæfileika eða hæfileikaleysi og þetta var lélegt bragð. Ertu hætt að berja börnin þín gæti einhver sagt á móti. 

Lárus G. (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 23:57

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband