Er nokkuð hægt að uppræta spillinguna?

Það er kunnara en frá þurfi að segja að spilling þrífst í stjórnmálum, líka á Íslandi.

Spilling er oftast tengd mönnum persónulega en sé betur að gáð er henni viðhaldið af eðli og uppbyggingu stjórnmálaflokka sem hafa hýst hina spilltu við völd og áhrif.

Vandamálið við að uppræta spillingu er oft eitthvað á þessa leið:

Ungur, efnilegur einstaklingur með hugsjónir og stjórnmálaáhuga fer að starfa í ungliðahreyfingu flokks. Hann þykir duglegur og vegna hæfileika, fallegrar framkomu og efnilegrar ræðumennsku er boðinn fram og nær inn á lista. Í framhaldinu eru kosningar og viðkomandi er kannski orðinn borgarfulltrúi eða þingmaður. Hvað gerist þá?

Flokksforystan tekur til við að skóla viðkomandi. Fyrst er hann látinn hafa aðstöðu til vinnu sinnar. Síðan tekur við að útvega honum aukastörf í nefndum og ráðum til að hækka launin. Næst tekur við að hann þarf að koma upp betra húsnæði og fleiri lífsins þægindi. Honum er útveguð lóð á góðum stað. Honum er útvegaður vinnukraftur til að koma upp húsinu og á einhvern undarlegan hátt berast ekki reikningar fyrir vinnunni við það eða ýmsa aðra hluti. Smám saman venst ungi frambjóðandinn því að vera sé að gauka að honum ýmsum greiðum sem lítð sem ekkert þarf að endurgreiða. Svona líða fáein ár við það sem virðist björt og áhyggjulítil framtíð full af frama og vonum.

Með tímanum fer ungi stjórnmálamaðurinn að heyra af því hvernig kaupin gerast í pólitíkinni en er þá sjálfur orðinn reyrður niður vegna þess að meðreiðarsveinar hans eru búnir að koma honum á spenann. Hann getur ekkert unnið gegn spillingarmálunum því hann er sjálfur kominn á kaf í hana í grandaleysi við að þiggja greiðana. Nafnið hans og gjörðir eru komnar í svörtu bækurnar. Þær má ekki opna.

Fjármögnun stjórnmálaflokka hefur verið flestum hulin í gegnum árin. Vitað er þó að þeir hafa gjarnan sótt fé til þeirra fyrirtækja sem þurfa á einhverri opinberri fyrirgreiðslu að halda. Það eru líklega fáir sem ekki kunna einhverjar sögur af þessum málum í kringum sig. Það er bara ekkert gert af ótta við að verða útskúfaður úr samfélaginu. Oft er fólk líka meðvitað um að hugsanlegt sé að það haldi vinnu sinni vegna þessarar sömu spillingar og því sé hætta á að tapa henni ef farið er að gera athugasemdir. Hvað er þá unnið með að uppræta spillinguna?

Sífellt taka nýir menn við keflunum á valdatoppi flokkanna. Þeir erfa ekki bara embættin. Þeir erfa líka það verk að halda áfram að hylma yfir alla gömlu spillinguna sem hefur viðgengist í flokkunum þeirra áratugum saman. Margra ára uppeldi þeirra sjálfra sem "hlýðinna" flokksmanna gerir það að verkum að þeir vita nákvæmlega hvernig á að halda á keflinu.

Flokkurinn, sem slíkur, byrjar með hreint borð í næstu kosningum. Hvernig honum tekst að forðast spillingu er bara í sögulegri framtíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband