6.1.2007 | 15:54
Hugmynd að nýjum kosningalögum
Eftirfarandi hugmyndir að nýjum kosningalögum sendi ég þingmönnum í nóvember s.l. Ég birti þetta aftur hér til að fyrirbyggja misskilning um hvað var raunverulega í þessum tillögum:
Hugmyndin er að menn fái að kjósa bæði flokka og persónur. Prófkjör flokkanna yrðu þannig líka felldar inn í kosningarnar.
Kjósendur eru ekki allir flokkspólitískir heldur mynda skoðanir á því fólki sem býður sig fram. Við erum nefnilega mjög mörg sem vildum fá að kjósa þá frambjóðendur sem eru í boði þvert á flokksstöðu þeirra. Ég til að mynda get hugsað mér að kjósa þingmenn úr öllum flokkum og lít þá þannig á málið að ég fái þá að kjósa landslið þingmanna, en ekki bara flokkslið.
Með nútíma tækni er auðveldlega hægt að leyfa okkur breytt fyrirkomulag kosninga. Langflestir myndu kjósa rafrænt og fá útgefinn einhvers konar persónulegan kosningalykil sem er þá sambærilegur við svokallaðan veflykil sem nú er notaður til að staðfesta vilja manna og skýrslur gagnvart skattyfirvöldum.
Hugmyndin að nýrri kosningalöggjöf gengur út á þessi atriði:
1. Landið verður eitt kjördæmi.
2. Þeir sem að lágmarki hafa 200 meðmælendur geta boðið sig fram til þings. Hugmyndin að baki 200 meðmælendum er sú að frambjóðandinn sýni málinu alvöru með því að hafa fyrir að ná þessum undirskriftum.
3. Frambjóðandi geti merkt sig ákveðnum stjórnmálaflokki eða boðið sig fram persónulega án flokks.
4. Kjósandi geti kosið 10 persónur, þvert á flokkslínur og persónur.
5. Kjósandi geti kosið einn flokk án niðurröðunar. Hans 10 atkvæði falla þá sjálfkrafa á 10 efstu menn flokksins eins og aðrir kjósendur þess flokks raða þeim niður.
6. Flokkarnir hafa alltaf, í skjóli samtakamáttar, betri möguleika á að mynda stjórn. Persónubundnir kosnir frambjóðendur geta þá gengið til liðs við þá eftir atvikum.
7. Kosningar taki yfir t.d. tvo daga um helgi og þá má reikna með að fella megi niður utankjörstaðaatvæðagreiðslu þar sem hægt verði að kjósa í gegnum netið hvar sem menn eru staddir. Netsamband frá tölvu væri þá það eina sem kjósandi þyrfti til þess að neyta atkvæðisréttar.
Svona kosningalög ættu að eyða prófkjörum í núverandi mynd, sem eru að verða í hæsta máta vafasöm fyrirbæri í ljósi þeirrar staðreyndar að þau kosta suma frambjóðendur meira en nemur laununum fyrir þingstarfið. Prófkjörsbarátta einstaklings sem kostar á milli 10 og 20 milljónir hlýtur að vekja upp óþægilegar spurningar um fjármögnun og endurgjald fyrir slíka styrki.
Landið þarf að sjálfsögðu fyrir löngu að vera orðið eitt kjördæmi. Svona kosningafyrirkomulag leyfir hverjum einasta kjósanda að kjósa nákvæmlega þann frambjóðanda sem hann vill en ekki bara næstum því og óbeint eins og nú er.
Flestum má alveg vera ljóst að mjög almennur aðgangur að nettengingum gerir Íslendinga hvað best fallna til að endurbæta kosningalöggjöf með aðstoð tölva. Þeir sem ekki treysta sér til að nota tölvur til kosninga geta eftir sem áður notað hefðbundinn göngutúr á kjörstað. Kjósi hann það þá falla hans atkvæði með þeim hætti sem segir í 5. lið hér að ofan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 265321
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson
Athugasemdir
Framkvæmdaratriði:
Hægur vandi er að birta kjörseðilsform á netinu. Þeir sem ekki treysta, eða vilja af öðrum ástæðum fara á kjörstað, geta því mætt undirbúnir með útprentað minnisblað á kjörstað, fyllt þar inn í endanlega formið, og þar með kosið 10 einstaklinga. Það væri nefnilega viss mismunun í því fólgin að þeir sem mættu á kjörstað hefðu þrengra val en þeir sem kjósa með öðrum hætti.
Hjörtur Árnason (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 00:14
Þetta er rétt hjá þér Hjörtur. En það eru líka fleiri praktísk atriði sem þarf að huga að í þessu sambandi. Til þess þarf að setja upp kosningamódel og rannsaka fleiri þætti til að komast að því hvernig nákvæmari útfærsla ætti að vera. Takk fyrir innleggið.
Haukur Nikulásson, 7.1.2007 kl. 11:37