Sjálfvirk og hömlulaus þenslustefna í ríkisfjármálum

Fyrir rúmum 25 árum síðan starfaði ég hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar átti ég góð ár og þessi vinnustaður var lærdómsríkur, ég var heppinn í starfi og vann með mörgu góðu fólki.

Ég vann síðast sem deildarstjóri í fjárhagsbókhaldi sjóhersins og skyldi þá betur hvernig opinberar stofnanir eru neyddar til að eyða hverjum einasta eyri sem til þeirra er veitt í gegnum fjárlög. Málið er einfaldlega það að ef úthlutuðu fjármagni er ekki eytt með einhverju móti er viðkomandi stofnun refsað með því að lækka framlag til hennar árið eftir. Það er því talin hrein heimska stjórnenda slíkra stofnana að láta slíkt henda sig jafnvel þó ekki sé þörf fyrir það fé sem þeir fengu.

Á þeim tíma sem ég starfaði voru því næstum því haldin litlu jólin ef afgangur var af framlaginu til sjóhersins. Gripið var til þess að endurnýja húsbúnað, kaupa tæki, mála, teppaleggja, flísaleggja og fleira eingöngu til þess að koma í veg fyrir að framlögin yrðu minnkuð næsta ár á eftir.

Fjármál íslenska ríkisins eru ekki mikið frábrugðin þessu. Forstöðumenn ríkisstofnana eyða því sem þeir fá. Það er engin leið að umbuna þeim fyrir góðan rekstur. Ef þeir reyna það er hætta á að þeir annað hvort af tvennu baki sér óvinsældir samstarfsmanna eða að stofnunin þeirra sinnir ekki skyldum sínum til fulls. Þetta er því í alvöru vandrataður og erfiður vegur.

Með þessum annmarka er ljóst að ríkissjóður, með núverandi fyrirkomulagi, getur ekki annað en aukið útgöld sín því að allar nýjar þarfir, bæði alvöru þarfir sem og gerviþarfir, þarf að fjármagna með auknum skatttekjum. Ef skatttekjur duga ekki til grípa stofnanir til þeirra ráða að búa til "Afgreiðslugjald", "Þjónustgjald", "Heimsóknargjald", "Pappírsgjald" og guð má vita hvað þetta er allt kallað sem eru duldar skattahækkanir sem hinir almennu borgarar þurfa að þola.

Skv. nýlegum fréttum er fleirum en mér ljóst að lítið sem ekkert eftirlit er með því hvernig fé ríkissjóðs er varið, aðhald er lítið sem ekkert vegna þess hversu vanmáttugt embætti ríkisendurskoðar er. Framkvæmdavaldið heldur embætti ríkisendurskoðunar viljandi í eins miklu svelti og mögulegt er vegna þess að ef það verður stærra koma bara fleiri óverjandi mál upp á yfirborðið.

Stjórnmálaflokkar sem fá rekstur sinn og kosningabaráttu greidda úr ríkissjóði munu ekki hafa frumkvæði að því að bæta hér úr. Þeir hafa ekki til þess nokkurn siðferðisstyrk í ljósi eigin sjálftöku úr þessum sömu sjóðum.

Þetta verður bara að vera verkefni okkar hinna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 265320

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband