6.1.2007 | 12:47
Sjálfvirk og hömlulaus þenslustefna í ríkisfjármálum
Fyrir rúmum 25 árum síðan starfaði ég hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar átti ég góð ár og þessi vinnustaður var lærdómsríkur, ég var heppinn í starfi og vann með mörgu góðu fólki.
Ég vann síðast sem deildarstjóri í fjárhagsbókhaldi sjóhersins og skyldi þá betur hvernig opinberar stofnanir eru neyddar til að eyða hverjum einasta eyri sem til þeirra er veitt í gegnum fjárlög. Málið er einfaldlega það að ef úthlutuðu fjármagni er ekki eytt með einhverju móti er viðkomandi stofnun refsað með því að lækka framlag til hennar árið eftir. Það er því talin hrein heimska stjórnenda slíkra stofnana að láta slíkt henda sig jafnvel þó ekki sé þörf fyrir það fé sem þeir fengu.
Á þeim tíma sem ég starfaði voru því næstum því haldin litlu jólin ef afgangur var af framlaginu til sjóhersins. Gripið var til þess að endurnýja húsbúnað, kaupa tæki, mála, teppaleggja, flísaleggja og fleira eingöngu til þess að koma í veg fyrir að framlögin yrðu minnkuð næsta ár á eftir.
Fjármál íslenska ríkisins eru ekki mikið frábrugðin þessu. Forstöðumenn ríkisstofnana eyða því sem þeir fá. Það er engin leið að umbuna þeim fyrir góðan rekstur. Ef þeir reyna það er hætta á að þeir annað hvort af tvennu baki sér óvinsældir samstarfsmanna eða að stofnunin þeirra sinnir ekki skyldum sínum til fulls. Þetta er því í alvöru vandrataður og erfiður vegur.
Með þessum annmarka er ljóst að ríkissjóður, með núverandi fyrirkomulagi, getur ekki annað en aukið útgöld sín því að allar nýjar þarfir, bæði alvöru þarfir sem og gerviþarfir, þarf að fjármagna með auknum skatttekjum. Ef skatttekjur duga ekki til grípa stofnanir til þeirra ráða að búa til "Afgreiðslugjald", "Þjónustgjald", "Heimsóknargjald", "Pappírsgjald" og guð má vita hvað þetta er allt kallað sem eru duldar skattahækkanir sem hinir almennu borgarar þurfa að þola.
Skv. nýlegum fréttum er fleirum en mér ljóst að lítið sem ekkert eftirlit er með því hvernig fé ríkissjóðs er varið, aðhald er lítið sem ekkert vegna þess hversu vanmáttugt embætti ríkisendurskoðar er. Framkvæmdavaldið heldur embætti ríkisendurskoðunar viljandi í eins miklu svelti og mögulegt er vegna þess að ef það verður stærra koma bara fleiri óverjandi mál upp á yfirborðið.
Stjórnmálaflokkar sem fá rekstur sinn og kosningabaráttu greidda úr ríkissjóði munu ekki hafa frumkvæði að því að bæta hér úr. Þeir hafa ekki til þess nokkurn siðferðisstyrk í ljósi eigin sjálftöku úr þessum sömu sjóðum.
Þetta verður bara að vera verkefni okkar hinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.1.2007 kl. 11:20 | Facebook
Tenglar
Ýmislegt
- Vefsíða Reykjavíkurframboðsins X-E Kjóstu eigin hagsmuni... ekki fjórflokksins
- Hljómsveitin HÆTTIR Bandið okkar Gunna Antons
- Breytum kosningalögum Tillögur að breyttum kosningalögum
- Sparnaðar- og umbótatillögur fyrir Ísland Sparnaðartillögur fyrir íslenska þjóð
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 265320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
Bloggvinir
- Ævar Rafn Kjartansson
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Benedikt Halldórsson
- Bjarni Harðarson
- Bleika Eldingin
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Nanna Guðrún Marinósdóttir
- Dofri Hermannsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Egill Jóhannsson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Einar Guðjónsson
- Elfur Logadóttir
- Eurovision
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Hin fréttastofan
- Púkinn
- Samtök Fullveldissinna
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- gudni.is
- Gunnar Pálsson
- halkatla
- Halldór Fannar Kristjánsson
- Haraldur Haraldsson
- Haukur Baukur
- Birgir Guðjónsson
- Björn Heiðdal
- Heimssýn
- Himmalingur
- Hlynur Hallsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Þorsteinn Mar Gunnlaugsson
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jón Agnar Ólason
- Jens Guð
- Jóhannes Ragnarsson
- Jónas Björgvin Antonsson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Brjánsson
- Kári Harðarson
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kristján Hreinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- kreppukallinn
- Karl Tómasson
- Lára Stefánsdóttir
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Haraldur Hansson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Mál 214
- Máni Ragnar Svansson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Ólafur Als
- Gísli Tryggvason
- Jón Árni Sveinsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Róbert Björnsson
- Rúnar Þór Þórarinsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sandra Dögg
- Ingi Geir Hreinsson
- Einar Bragi Bragason.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón
- Sigurjón Sigurðsson
- Óskar Þorkelsson
- Heiða B. Heiðars
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Kristján Logason
- Styrmir Hafliðason
- Svartinaggur
- Sverrir Einarsson
- Sveinn Arnarsson
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Tómas Þóroddsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Hrafn Jökulsson
- Geiri glaði
- Valgeir Ómar Jónsson
- Vefritid
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Vilhjálmur Árnason
- sto
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Björn H. Björnsson
- Hjalti Sigurðarson