Lausar stöður Alþingismanna

Þrátt fyrir fullyrðingar um annað þá eru engin þingsæti fyrirfram frátekin. Þess vegna hvet ég frambærilegt fólk til að sækjast eftir því að komast í framboð með það að markmiði að komast á Alþingi. Það þarf ekkert stórkostlegt að gerast til að breytingar verði á þingi. Nokkur þúsund X þurfa að færast á milli bókstafa á kjörseðli.

Þú þarft að hafa einlæga löngun til að vinna fyrir samfélagið án eigingirni og annarra annarlegra hvata. Og kannski færðu þokkaleg laun fyrir það.

Til er fjöldi fólks sem trúir því að það geti orðið að góðum þingmönnum en býður sig aldrei fram. Ástæðurnar eru þó oftast ein af þessum: a) Viðkomandi þorir ekki að flytja ræðu fyrir framan annað fólk. b) Viðkomandi er hræddur við að verða hafnað í prófkjöri eða kosningum. c) Viðkomandi telur að hann verði rændur mannorði sínu og d) Viðkomandi heldur að hann tapi vinunum sínum af því að hann sé ekki lengur í sama flokki.

Allt eru þetta góðar og gildar ástæður, í sjálfu sér, en ekki svo erfiðar að ekki sé hægt að yfirvinna.

Þú þarft ekki að vera ræðumaður til að hefja leik í stjórnmálum. Það dugir að geta tjáð sig í rituðu máli, það getur flest vel gefið fólk. Framkoma í ræðum er auðlærð á námskeiðum og svo venst þetta furðu fljótt. Spurðu bara einhvern sem reynt hefur þetta í t.d. félagsstarfi.

Höfnunartilfinningin er erfið. Við erum ekki öll með útlit Brad Pitt eða Angelinu Jolie. Hvað með það. Horfðu á þá sem eru á Alþingi núna og spurðu sjálfan þig hversu margir séu þar útlitsins vegna? Margir á þinginu eru heldur ekki sérlega duglegir í ræðuhöldum en skila samt góðri þingvinnu, sem er oft mun meira virði fyrir samfélagið.

Hafirðu hreint sakavottorð dugir það flestum. Það er engin syndlaus í þessum heimi, við berum öll með okkur einhverjar syndir. Í þínu tilviki þarftu bara að spyrja þig að því hvort þínar syndir séu of miklar til að hindra hugsanlega þingsetu?

Ef einhver vinur þinn heldur vinskap við þig bara vegna sameiginlegrar stöðu í stjórnmálaflokki er það ekki þitt vandamál heldur hans. Þú getur aldrei búist við að allir hafi sömu skoðanir og því verði að virða sjónarmið annarra og bara gott að geta sett sig í spor viðkomandi.

Hugsaðu alvarlega um það á þessari stundu hver er tilgangur lífs þíns? Var þér ætlað að vinna að góðum verkum? Hefurðu hugrekki til að stíga á stokk núna eða viltu sjá eftir því næstu fjögur árin að hafa ekki þorað?

Ég vil fá póst frá fólki með hugrekki og þor til að vinna að góðum málum. Flokkurinn býr til vettvang til að veita frambjóðendum eins jafnan rétt til framboðs og mögulegt er. Tölvupóstfangið mitt er haukur@mtt.is – Hafðu samband!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband