Drög að stefnuskrá Flokksins

Flokkurinn er jafnaðarmannaflokkur.

Flokkurinn vill verða lýðræðisleg fjöldahreyfing.

Flokkurinn vill að landið verði eitt kjördæmi. Einstaklingum verð gert kleift að bjóða sig fram til Alþingis án flokks.

Flokkurinn vill auka gæði menntunar og tryggja öllum skólavist. Flokkurinn vill auka hlut íþrótta- og listakennslu í námi. Skólar verði heilsdagsskólar.

Flokkurinn vill tryggja öldruðum og öryrkjum mannsæmandi lífskjör sem og heimild til að vinna eins lengi og það sjálft og aðrir kjósa. Endurskoða þarf með hvaða hætti þetta fólk geti unnið án þess að tapa réttindum sínum.

Flokkurinn vill afnema gjafakvóta í sjávarútvegi og bjóða kvóta út til hæstbjóðenda á hverju ári. Sameign þjóðarinnar verði aftur “sameign þjóðarinnar”.

Flokkurinn vill afnema aðkomu ríkisins að óþarfa samkeppnisrekstri. Rekstur og aðkoma ríkisins að RÚV verði endurskoðuð með sátt í huga. Uppsöfnuð menningarverðmæti RÚV verði skilgreind sem “þjóðareign”.

Flokkurinn vill halda í opinberan rekstur sem fyrirsjáanlegt er að verði ekki samkeppnisrekstur að óbreyttu. Hér er sérstaklega átt við grunnveitukerfi landsmanna.

Flokkurinn vill skynsama nýtingu náttúruauðlinda.

Flokkurinn vill leiðrétta lög um starfsemi stjórnmálaflokka og afnema styrki til þeirra. Ríkissjóður á ekki að vera kosningasjóður sitjandi þings með frjálsa sjálftöku.

Flokkurinn vill leiðrétta lög um eftirlaun opinberra starfsmanna og stjórnmálamanna.

Flokkurinn vill ekki, a.m.k. á næsta kjörtímabili, sækja um aðild að Evrópusambandinu og vill halda í sjálfstæði Íslands. Ísland taki þátt í að bæta heiminn með aðild að sameinuðu þjóðunum.

Flokkurinn vill ekki aðild að hernaðarbandalögum.

Flokkurinn harmar stuðning íslensku ríkisstjórnarinnar við Íraksstríðið.

Flokkurinn vill viðhalda og bæta heilbrigðiskerfi landsins.

Flokkurinn vill útrýma fátækt.

Flokkurinn vill draga úr ríkisútgjöldum. Það þýðir lækkun skatta. Dægur- og dekurmál víki úr fjárlögum.

Flokkurinn berst gegn spillingu.

Flokkurinn vill forvarnarstarf í fíkniefnamálum.

Flokkurinn lítur svo á að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins. Það á að hvetja fólk til sambúðar og efla fjölskylduformið á þann hátt að hún sé athvarf allra meðlima hennar.

Flokkurinn umber að það hafi ekki allir sömu skoðanir. Flokkurinn kannar vilja stuðningsmanna sinna reglulega. Fundin verði leið til að meirihluti ráði sem mest stefnu hans.

Flokkurinn kýs sér formann og stjórn í beinni kosningu allra flokksmanna. Aðeins skráðir flokksmenn kjósa.

Flokkurinn auglýsir eftir góðum frambjóðendum og viðhefur prófkjör meðal skráðra stuðningsmanna. Frambjóðendur skulu hafa hreint sakavottorð.

Flokkurinn lítur á það sem heilbrigðan metnað að fólk vilji ná frama í stjórnmálum og bjóði því fram krafta sína til þess.

Flokkurinn vill fullkominn aðskilnað ríkis frá öllum trúarbrögðum.

Flokkurinn vill endurskoða stefnu í landbúnaðarmálum og skoða með hvaða hætti er hægt að bæta kjör bænda og jafnframt að gera landbúnað þjóðhagslega hagkvæmari.

Flokkurinn styður almennt frjálsa samkeppni í viðskiptum og gerir jafnframt kröfur um að leikreglur samfélagsins séu virtar.

Flokkurinn styður þá siðfræði að þú gerir aðeins það sem þú vilt að aðrir geri þér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Réttlætiskenndin hefur ávalt verið ein af þínum sterkustu hliðum Haukur. Gott framtak.

Guðmundur Zebitz (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 10:14

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband