Kornið sem fyllti alveg mælinn

Ég hef verið spurður að því hvers vegna ég tæki þátt í stofnun Flokksins?

Svarið er einfaldlega það að Sjálfstæðisflokkurinn fór svo illa með trúnaðarsamband sitt við stuðningsmennina að það verður ekki lengur við unað. Hægt er að nefna stuðninginn við Íraksstríðið, hefnigjarna fjölmiðlafrumvarpið, eigingjarna eftirlaunafrumvarpið, yfirhylmingu og seinagang í olíusamráðsmálinu, herferðina á Baug, spillingu í einkavæðingu, klúðrið með varnamálin, gælur við hernaðarbrölt, yfirhylming hlerunarmála og ótal margt fleira. Mér finnst eins og mörgum öðrum að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eyðilagt ágæt fyrstu 8 ára stjórnartíma síns með endalausu tómu klúðri á síðasta kjörtímabili.

Kornið sem fyllti þó endanlega mælinn hjá mörgum Sjálfstæðismanninum, eins og mér, var endurreisn flokksforystunnar á dæmdum þjófi. Verknaður sem framin var í skjóli fjarveru forseta Íslands af Sjálfstæðismönnunum sem voru handhafar forsetavalds. Enginn nema forsetinn getur svarað því hvort hann hefði kvittað upp á syndaaflausnina með sama hætti.

Skilaboðin sem forysta Sjálfstæðisflokksins sendir eru þau að þjófnaður, mútuþægni, yfirhylmingar, umboðssvik og fleira séu ekki til að spilla fyrir því að þú getir ekki orðið öðrum “fyrirmyndar” Alþingismaður aftur. Það var sérdeilis óheppilegt dómgreindarleysi að forysta Sjálfstæðisflokksins kvittaði ótímabært upp á lækningu og betrun hins dæmda. Maður velti því alvarlega fyrir sér hvað hinn dæmdi gat eiginlega notað til að knýja á um "uppreista æru"?

Það er sorglegt að duglegir menn geti verið siðblindir. Þeir eiga bara ekkert erindi í forystuhlutverk í stjórnmálum. Þá skortir alveg samúð og samhyggð, þeir beita öllum brögðum og spila á allar tilfinningar fólks til að ná sínu fram.

Það hefur enginn upplýst ennþá að siðblinda hafi verið læknuð og því á maður með slíkan sorglegan kvilla ekkert erindi á Alþingi. Punktur!

Það skiptir ekki máli úr þessu hvort sá dæmdi verði þvingaður til að hætta framboði eða ekki. Eftir stendur að forysta Sjálfstæðisflokksins afhjúpaði ófyrirgefanlegt dómgreindarleysi og sýndi heiðvirðari hluta flokksins dæmalausa óvirðingu með upphafningu hins dæmda. Það voru hin "tæknilegu mistök".

Mér varð það ljóst að það er ekki heppilegt að stjórnmálaflokkar lifi of lengi. Alveg eins og vald spillir til lengri tíma má ljóst vera að fortíðardraugar flokka eins Sjálfstæðisflokksins eru orðnir til verulegra trafala. Flokkurinn ver orðið mestu af tíma sínum í að fela gamla spillingu og verður aldrei trúverðugur á ný. Betra er að byrja með hreint borð og skulda því ekki neinum neitt og eiga helst engra hagsmuna að gæta annarra en kjósenda. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið er að lesa hjá þér í næsta bloggi á undan, að Flokkurinn nýstofnaði eigi að vera jafnaðarmannaflokkur. Svo kemur í ljós, að þú varst í Sjálfstæðisflokknum. Varstu þá ekki bara á hægfara leið yfir í vinstrimennskuna? Ekki það, að þetta abbi neitt upp á mig, en menn verða nú svolítið að átta sig á eigin virka hlut að því að þróast út á nýjar brautir.

Jón Valur Jensson (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 11:30

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 265321

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband