Og hvenær verður ránsfengurinn þá sóttur?

Maður er hægt og bítandi að komast á þá skoðun gera beri græðgi að lögbroti. Það er aðallega vegna græðgi sem íslenskt samfélag er á hnjánum. Með græðginni fylgja síða lögbrot, svik og alls kyns blekkingar til að komast yfir fjármuni.

Ef yfirvöld telja sig hafa þessar upplýsingar um eignir íslendinga í skattaskjólum af hverju eru þær ekki kyrrsettar? Hvers vegna eru þessir menn ekki handteknir?

Jú, vegna þess að engin raunveruleg endurnýjun hefur átt sér stað í stjórnkerfinu og bönkunum og þess vegna gerist nákvæmlega E K K E R T !

Það eina sem virðist vera morgunljóst er að almenningi er að blæða út á meðan Jóhanna veltir sér upp úr "sínum tíma". Hún hefur fengið mörg tækifæri til að láta að sér kveða og lætur þau öll fara framhjá.

Hræðslan við að taka ákvörðun um að leiðrétta stöðu heimila og fyrirtækja til að fá hlutina í rétt samhengi er búin að rýja síðustu stjórn öllu trausti. Það er grátlegt að næsta verkefni þessarar stjórnar sé að fara að svara 2500 spurninga lista frá ESB. Ég sæi ESB svara ámóta lista!

Hættið þessu andskotans ESB rugli og farið að drullast til að vinna í alvöru málum hér heima!


mbl.is Eignir Íslendinga í skattaskjólum jukust um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert að gerast, bara reykur og speglar. .

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 07:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Uppskrift að góðri og málefnalegri umræðuköku sem snýst um kjarna málsins:

Einn bolli af Skattakskjólum vættur upp í glóðvolgum Ice-safesamningi beintfrá Alþingi.

Bragðbætt með gremju yfir 'Hruninu' og síðan þeytt saman með Olla Rhen, Jóhönnu og Steingrími Joð.

Hrærunni er síðan hellt í ESB-umræðuform og bakað á mbl-blogginu við hæfilegan umræðu hita.

Ef kakan fellur er það ekki bakaranum að kenna heldur ESB.

Gísli Ingvarsson, 10.9.2009 kl. 07:32

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 265326

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband