Og hverju hefði þjóðstjórn breytt?

Ég held að það sé sama hvar drepið er niður í nýlegri óheillasögu íslenskra efnahagsmála. Það eina sem hefði þurft að breytast til að hið séríslenska hrun hefði ekki átt sér stað er einkavinavæðing bankanna og helstu ríkisfyrirtækja að undirlagi Davíðs og Halldórs. Án þeirra einbeitta vilja til að koma ríkisgóssinu í hendur einkavina hefði líklega ekkert af þessu gerst. Það er upphafspunkturinn að efnahagslegu falli Íslands. Hefði Davíð verið á móti einhverju hefði hann ráðið því eins og mörgu öðru eins og dæmið um stríðsyfirlýsinguna á Írak sannar.

Önnur nöfn í ráðherralista eða önnur flokksnöfn í ríkisstjórn hefðu engu breytt þar um. Ég tel að sagan muni komast að þessari niðurstöðu þegar fram í sækir. 

Stjórn Davíðs vann fyrir einkavinina, stjórn Geirs fyrir sjálfa sig, og stjórn Jóhönnu fyrir ESB, breta og hollendinga. Hvenær skyldi koma stjórn sem vinnur fyrir okkur?


mbl.is Guðni bauð þjóðstjórn ári fyrir fall bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll Haukur.

Ég tel fullvíst að þjóðstjórn hefði litlu breytt.  Þjóðsótt væri nærtækara orð...

Kv. Sjónpípa

Sigurjón, 8.9.2009 kl. 17:11

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband