Engin ánægja fylgir því að vera ríkur í landi fátæklinga

Ég hélt satt að segja að það væru bara hinir atvinnulausu og illa settu sem væru að íhuga flótta af landi brott.

Það er eiginlega fokið í flest skjól þegar aðili sem er eiginlega gulltryggður til æviloka skuli vera kominn í sama hópinn af allt öðrum ástæðum.

Líklega er bara ekkert gaman að vera einn örfárra sem ekki getur kvartað undan vondri stöðu. Slíkir menn eru eiginlega orðnir utanveltu og tæpast viðræðuhæfir meðal venjulegs (fátæks) fólks.


mbl.is Latibær að vaxa upp úr Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Svo er bara ósköp augljóst að í margar gerðir af rekstri fyrir heimsmarkað er ekki auðvellt að reka á Íslandi. Það er eðlileg þróun að sum fyrirtæki alist upp hérna en vaxi svo áfram erlendis þegar ekki takmarkanir íslensks vinnumarkaðar fara að segja til sín.

Héðinn Björnsson, 4.9.2009 kl. 15:09

2 identicon

Sæll, félagi.

Magnús má gera það sem honum sýnist mín vegna.  Ef einhver verðskuldar að verða alveg moldríkur er það hann.  Vinnusamari og duglegri menn þekkjast varla.

Ég þarf að fara að tékka á þessum player þínum - hlusta á Hauk... hef ekki gert það í mörg ár held ég bara (-:

Kveðja,
Bragi.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 4.9.2009 kl. 15:52

Höfundur

Haukur Nikulásson
Haukur Nikulásson
Höfundur hefur starfað í tölvugeiranum mestan sinn feril, lengst af í eigin rekstri. Starfar nú sem ráðgjafi og kláraði nýlega frumkvöðlanám í háskólanum Keili.

Hann iðkar íþróttir, tónlist og stjórnmál af talsverðum móð.

Athugið: Ég hendi hiklaust út ómálefnalegum leiðindum og persónulegu skítkasti sem ekki á erindi í umræðuna... að mínu mati!

Pistlarnir hér eru hans eigin skoðanir.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband